Munur á milli breytinga „Kaupmannahafnarháskóli“

m
ekkert breytingarágrip
m
'''Kaupmannahafnarháskóli''' ([[danska]]: ''Københavns Universitet'') er elsti og stærsti [[háskóli]] [[Danmörk|Danmerkur]]. Hann var stofnaður í tíð [[Kristján 1.|Kristjáns I]] þann [[1. júní]] [[1479]]. Þar var [[guðfræði]], [[lögfræði]], [[læknisfræði]] og [[heimspeki]] kennd eftir þýskri forskrift. Í dag eru þar um 37 þúsund nemendur og um 9 þúsund starfsmenn.
 
Alveg fram að [[siðaskiptin|siðaskiptunum]] var háskólinn hluti af [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunni]] og hafði [[biskup]]inn viðí [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] yfirumsjón með honum. Þá varð háskólinn ríkisrekinn en fram að því var öll [[stjórnsýsla]] hans sjálfstæð.
 
[[Íslendingar]] tóku fyrst að sækja Kaupmannahafnarháskóla að einhverju ráði nokkru eftir [[siðaskipti]], einkum vegna aukinna tengsla við Danmörku og konungsvaldið. Fram að þeim tíma höfðu þeir sótt háskóla í [[Þýskaland]]i og [[England]]i og héldu því raunar áfram fram yfir aldamótin [[1600]].
12.928

breytingar