„Knútur Magnússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Smámynt frá ríkisstjórnarárum Knúts Magnússonar. '''Knútur Magnússon''' eða '''Knútur 5.''' (1129 – [[9. ...
 
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
 
Sveinn bauð meðkonungum sínum til sáttaveislu í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] í ágúst um sumarið en undir borðum lét hann menn sína ráðast á Knút og Valdimar. Knútur var drepinn á staðnum en Valdimar tókst að flýja þótt hann væri særður. Þann 23. október um haustið mættust Valdimar og Sveinn í orrustu á Grathe-heiði. Henni lauk með því að Sveinn lagði á flótta út í mýrlendi, tapaði þar vopnum sínum og verjum, náðist og var höggvinn. Eftir það ríkti Valdimar einn sem konungur.
 
Kona Knúts var Ingigerður af Svíþjóð. Þau áttu ekki börn en Knútur átti tvo frillusyni, Níels sem kallaður var hinn helgi, dó rúmlega tvítugur og virðist hafa verið álitinn heilagur maður meðan hann var enn lífs, og Valdimar biskup í [[Slésvík]] og síðar erkibiskup í [[Bremen|Brimum]]. Hann reyndi að gera tilkall til ríkis í Danmörku 1192 en var handtekinn og hafður í haldi til 1206.
 
== Heimildir ==