„Eiríkur eymuni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Eiríkur eymuni''' eða '''Eiríkur eimuni''' (d. [[18. júlí] 1137) var konungur Danmerkur frá 1134 til dauðadags. Hann var frillusonur [[Eiríkur góði|Eir...
 
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Eiríkur eymuni''' eða '''Eiríkur eimuni''' (d. [[18. júlí]] [[1137]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]] frá [[1134]] til dauðadags. Hann var frillusonur [[Eiríkur góði|Eiríks góða]] Danakonungs.
 
Fátt er vitað um ævi Eiríks fyrr en um það leyti sem hálfbróðir hans, [[Knútur lávarður]], var myrtur í ársbyrjun [[1131]] af [[Magnúsi sterka]], syni [[Níels Danakonungur|Níelsar]] konungs, föðurbróður þeirra. Eiríkur, sem þá var jarl af [[Láland]]i, hóf uppreisn gegn konungi og næstu þrjú árin sló nokkrum sinnum í bardaga sem Eiríkur tapaði þó alltaf en 1134 tókst honum að fá Özurr erkibiskup í [[Lundur (Svíþjóð)|Lundi]] og Lothar keisara í lið með sér og í miklum bardaga sem háður var [[4. júní]] [[1134]] við [[orrustan við Fótvík|Fótvík]] nálægt Lundi beið her feðganna Níelsar konungs og Magnúsar sterka lægri hlut og Magnús féll en Níels lagði á flótta og var drepinn í Slésvík um þremur vikum síðar.