„Phnom Penh“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
umskrifað og bætt við
Masae (spjall | framlög)
Lína 17:
Eftir að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frakklandi 1953 tók við nýtt uppgangstímabil, og einkenndist það af uppbyggingu ríkisvaldsins og nýjum byggingarstíl, eins konar þjóðernisstíl þar sem tengdir voru saman þættir úr hefðbundnum kambódískum byggingarstíl og nútímalegum alþjóðlegum stílum (hugmyndalega áþekkt verkum [[Guðjón Samúelsson|Guðjóns Samúelssonar]] á Íslandi á svipuðum tíma).
 
Þetta tímabil tók snöggan enda árið 1970 þegar [[Sihanouk prins]]i var steypt af stóli. Þá tók við skæruhernaður og innanlandsstyrjöld sem endaði ekki fyrr en 1975. Bardagarnir milli hermanna [[Lon Nol]] annars vegar og stuðningsmanna [[Rauðu khmerarnir|Rauðu khmerannna]] og Sihanouks hins vegar ollu flótta fjölda manns frá landsbyggðinni. Sprengjuárásir [[bandaríkjaher]]s sem stóðu yfir frá 1965 til 1972 voru þó aðalástæða flóttamannastraumanna. Fræðimenn hafa giskað á að milli 300 þúsund og hálf miljón manns hafi dáið í sprengjuárásunum. Flestir flóttamannanna sótt til Phnom Penh og borgi bólgnaði út skömmum tíma. Um 1970 bjuggu um hálf miljón manns í borginni, 1975 við valdatöku [[Pol Pot]] bjuggu þar um tvær miljónir.
 
[[Mynd:Market in Cambodia.jpg|thumb|250 px|Markaður í Phnom Penh]]
Lína 26:
Hin nýja ríkisstjórn sem tekið hafði við völdum þurfti því að byggja borgina frá grunni. Það var þó hægara sagt en gert og framkvæmdir gerðar allt eftir því sem til féll en ekki eftir neinu skipulagi og býr borgin enn að því. Íbúafjöldi borgarinna óx frá um 100 000 1980 til 600 000 árið 1990.
 
Síðasta áratuginn hefur borgin einkennst af miklum breytingum. Umferðin hefur gjörbreyst, frá hjólum og mótorhjólum hjá þeim sem voru vel stæðir og yfir í mikla bifreiðaeign, ekki síst stória fjórhjóla bílar. Það hefur líka verið mikil uppgangur í byggingariðnaðinum og er það einkum kóreanskt og kínverskt fjármagn sem hefur valdið því.
 
== Neðanmálsgreinar ==