„Gissur Hallsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengla
Lína 1:
'''Gissur Hallsson''' (um [[1125]] – [[27. júlí]] [[1206]]) var íslenskur [[goðorðsmaður]], [[stallari]] og [[lögsögumaður]] á 12. öld.
 
Gissur var af ætt [[Haukdælir|Haukdæla]], sonur [[Hallur Teitsson|Halls Teitssonar]] biskupsefnis í [[Haukadalur|Haukadal]] og konu hans Þuríðar Þorgeirsdóttur. [[Þorlákur Runólfsson|Þorlákur biskup]] Runólfsson tók hann í fóstur en hann dó í ársbyrjun [[1133]] og hefur Gissur þá líklega farið aftur til foreldra sinna. Hann hefur svo ferðast suður í löndum sem ungur maður því að þegar [[Klængur Þorsteinsson]] biskup kom heim úr vígsluferð sinni sumarið 1152 var Gissur með honum og hafði þá meðal annars verið í [[Bari]] og [[Róm]] á Ítalíu. Í Sturlungu segir að hann hafi skrifað bók um suðurferðir sínar og var hún líklega á latínu. Þar segir einnig að Gissur hafi verið stallari [[Sigurður munnur|Sigurðar konungs]], föður [[Sverrir Sigurðsson (konungur)|Sverris konungs]].
 
Þegar Gissur kom heim giftist hann og bjó í Haukadal. Hann var lögsögumaður [[1181]]-[[1201]]. Hann naut mikillar virðingar og þótti mikill fræðimaður. Hann lét rita [[Hungurvaka|Hungurvöku]], sögu fyrstu Skálholtsbiskupanna. Síðari hluta ævinnar dvaldi hann löngum í Skálholti.
 
Kona Gissurar var Álfheiður Þorvaldsdóttir, systir [[Guðmundur dýri Þorvaldsson|Guðmundar dýra]]. Börn þeirra voru Kolfinna kona [[Ari Þorgilsson sterki|Ara sterka]] Þorgilssonar, Þuríður kona [[Tumi Kolbeinsson|Tuma Kolbeinssonar]] (og móðir [[Kolbeinn Tumason|Kolbeins Tumasonar]]) og síðar [[Sigurður Ormsson|Sigurðar Ormssonar]], [[Hallur Gissurarson|Hallur lögsögumaður]] og síðar ábóti, [[Þorvaldur Gissurarson]] og [[Magnús Gissurarson|Magnús biskup]]. Gissur átti líka nokkur börn með [[frilla|frillum]] sínum.
 
{{Lögsögumenn}}