„Hannes Eggertsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Týli var í [[Flensborg]] næstu árin en vorið [[1523]] kom hann aftur til Íslands og taldi sig þá hirðstjóra, skipaðan af [[Kristján 2.|Kristjáni 2.]], sem í sama mund var steypt af stóli í Danmörku og rekinn í útlegð. Fór Týli með flokk manna, innlendra og erlendra, að [[Bessastaðir|Bessastöðum]], þar sem Hannes hafði aðsetur, rændi og ruplaði, braut upp kirkju og kistur og flutti svo Hannes sjálfan nauðugan inn í Hólm (til [[Reykjavík]]ur) og hafði hann í haldi þar um tíma en sleppti honum síðan. [[Ögmundur Pálsson|Ögmundur]] biskup og [[Erlendur Þorvarðarson]] lögmaður skipuðu tylftardóm sem úrskurðaði [[28. maí]] í [[Viðey]] að skipunarbréf Hannesar væri gilt og Týli skyldi skila fénu. Fáum dögum síðar, þann 1. júní, dæmdi tylftardómur nefndur af Erlendi lögmanni Týla óbótamann. Hannes fékk bæði Íslendinga og þýska kaupmenn í lið með sér og náðu þeir Týla og [[afhöfðun|afhöfðuðu]].
 
EggertHannes gengdi embættinu til 1524, þegar hann flutti til [[Hamborg]]ar og lét hirðstjóravöld í hendur [[Jóhann Pétursson|Jóhanni Péturssyni]]. Hann flutti þó aftur til Íslands eftir fáein ár en var þá embættislaus. Hann bjó á [[Núpur (Dýrafirði)|Núpi]] í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]] og var vellauðugur; virðist hafa verið ágætlega liðinn af Íslendingum. Hann dó að sögn á náðhúsi á [[Bessastaðir|Bessastöðum]].
 
Kona hans var Guðrún Björnsdóttir eldri ([[1489]]-[[1563]]), dóttir [[Björn Guðnason|Björns Guðnasonar]] sýslumanns í [[Ögur|Ögri]] og konu hans Ragnhildar Bjarnadóttur. Hún bjó áfram stórbúi á Núpi eftir lát manns síns. Guðrún hafði áður verið gift Bjarna lögréttumanni (d. 1508) á Brjánslæk, syni [[Andrés Guðmundsson í Bæ|Andrésar Guðmundssonar]] í [[Saurbær á Rauðasandi|Bæ]] (Saurbæ) á [[Rauðisandur|Rauðasandi]]. Á meðal barna Hannesar og Guðrúnar voru [[Eggert Hannesson]] lögmaður í Bæ, Björn sýslumaður í Bæ og Katrín biskupsfrú, kona [[Gissur Einarsson|Gissurar biskups Einarssonar]].
 
== Heimildir ==