Munur á milli breytinga „Gísli Hákonarson (lögmaður)“

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Gísli Hákonarson''' (158310. febrúar 1631) var íslenskur lögmaður og sýslumaður á 17. öld. Gísli var sonur Hákonar Árnasonar sýslumanns á ...)
 
'''Gísli Hákonarson''' ([[1583]] – [[10. febrúar]] [[1631]]) var íslenskur [[lögmaður]] og [[sýslumaður]] á [[17. öld]].
 
Gísli var sonur Hákonar Árnasonar sýslumanns á [[Hóll (Bolungarvík)|Hóli]] í [[Bolungarvík]], [[Dyrhólar|Dyrhólum]] í [[Mýrdalur|Mýrdal]], [[Klofi|Klofa]] á [[Landssveit|Landi]] og síðast á [[Reyni]] í Mýrdal, sonar [[Árni Gíslason (sýslumaður)|[Árna Gíslasonar]] sýslumanns á [[Hlíðarenda]], og konu Hákonar Þorbjargar Vigfúsdótur Þorsteinssonar sýslumanns á [[Skútustaðir|Skútustöðum]] og í [[Ás (Kelduhverfi)|Ási]] í [[Kelduhverfi]], Finnbogasonar lögmanns. Gísli var mikilsmetinn höfðingi og þegar [[Gísli Þórðarson (lögmaður)|Gísli Þórðarson]] lögmaður sunnan og austan sagði af sér [[1613]] var Gísli Hákonarson kosinn í embættið.
 
Gísli bjó þá í [[Laugarnes]]i en flutti skömmu síðar að [[Bræðratungu]] og byggði þar upp. Um tíma bjó hann líka í Klofa á Landi. Rígur var á milli hans og nágranna hans, [[Oddur Einarsson|Odds biskups Einarssonar]], en þó ekki beinar deilur. Skammt varð á milli þeirra. Oddur dó [[28. desember]] [[1630]] og við útför hans veiktist Gísli og dó skömmu síðar í Bræðratungu.
9

breytingar