„Magnús Ólafsson (lögmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Magnús Ólafsson''' (172814. janúar 1800) var íslenskur lögmaður og varalögmaður á 18. öld og síðasti lögmaðurinn sem dó í embætti. Magnús v...
 
Francis Tyers (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Magnús Ólafsson''' ([[1728]] – [[14. janúar]] [[1800]]) var íslenskur [[lögmaður]] og varalögmaður á [[18. öld]] og síðasti lögmaðurinn sem dó í embætti.
 
Magnús var sonur Ólafs Gunnlaugssonar ([[1689]] – [[16. júlí]] [[1784]]) bónda í [[Svefneyjar|Svefneyjum]] á [[Breiðifjörður|Breiðafirði]] og konu hans Ragnhildar Sigurðardóttur ([[1695]] – [[22. apríl]] [[1768]]) frá [[Brjánslækur|Brjánslæk]]. Magnús var næstelstur systkina sinna en á meðal þeirra má nefna [[Eggert Ólafsson]], [[Jón Ólafsson lærða]] (1731-1811) og Rannveigu konu [[Björn Halldórsson|Björns Halldórssonar]] prests í [[Sauðlauksdalur|Sauðlauksdal]]. Magnús fór til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] til náms og var skráður í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] [[1754]]. Á námsárunum vann hann meðal annars að því með [[Egill Þórhallason|Agli Þórhallasyni]] að þýða [[Jónsbók]] á dönsku.
 
Magnús var skipaður varalögmaður sunnan og austan með konungsbréfi [[10. mars]] [[1769]], eftir að fréttist af drukknun Eggerts bróður hans, sem hafði gegnt því embætti skamma hríð. Hann fór þá til Íslands og hafði fyrstu árin aðsetur í Sauðlauksdal hjá systur sinni og Birni mági sínum. Árið [[1776]] fór hann að [[Skálholt]]i og tók árið eftir við forstöðu fyrir búum stólsins. Það reyndist honum þó mjög erfitt því að þetta voru hallæris- og [[fjárkláðaár]] en hann hélt starfinu þó til [[1785]], þegar stólseignirnar voru seldar. Þá flutti hann sig að [[Meðalfell]]i í [[Kjós]] og bjó þar til dauðadags.