„Duke Ellington“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MelancholieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ko:듀크 엘링턴
Jafeluv (spjall | framlög)
Lína 1:
[[Mynd:Duke06021965jhh01Duke Ellington restored.jpg|thumb|right|Duke Ellington í Frankfurt am Main árið 1965.]]
'''Edward Kennedy Ellington''' betur þekktur sem '''Duke Ellington''' ([[29. apríl]] [[1899]] – [[24. maí]] [[1974]]) var [[BNA|bandarískt]] [[tónskáld]], [[píanóleikari]] og [[hljómsveitarstjóri]]. Hann fæddist í [[Washington-borg]] þar sem hann hóf feril sinn sem [[ragtime]]- og [[djass]]píanóleikari og stofnaði sína fyrstu hljómsveit 1917. Nokkru eftir að [[Harlemendurreisnin]] hófst í upphafi [[1921-1930|3. áratugarins]] fluttist hann til [[New York-borg]]ar og 1932 fékk hljómsveit hans fastan samning við næturklúbbinn [[Cotton Club]] þar sem þeir léku næstu tíu árin. Cotton Club var næturklúbbur í miðju [[Harlem]]-hverfinu þar sem [[þeldökkur|þeldökkir]] skemmtikraftar komu reglulega fram en gestir voru nær eingöngu hvítir. Að auki var vikulegur [[útvarpsþáttur]] sendur út frá staðnum sem varð til þess að skapa Ellington vinsældir erlendis. Á síðari hluta áratugarins varð [[dans]]væn [[sveifla|sveiflutónlist]] með [[stórsveit]]um vinsæl og að sama skapi minnkuðu vinsældir hinna flóknu djasstónsmíða Ellingtons. Hljómsveit hans átti þó stórleik í tónleikaferð um [[Evrópa|Evrópu]] rétt fyrir upphaf [[Síðari heimsstyrjöld|Síðari heimsstyrjaldar]] og gaf út hvern smellinn á fætur öðrum við upphaf [[1941-1950|5. áratugarins]]. Eftir styrjöldina varð tónlist Ellingtons aftur undir í samkeppni við nýjar stefnur í djasstónlist þegar [[bebop]]-tónlistin kom fram á sjónarsviðið og [[sjónvarpið]] með áherslu á [[einsöngvari|einsöngvara]] á borð við [[Frank Sinatra]]. Gullöld stórsveitanna var á enda. Á sama tíma missti hann marga lykilmenn úr hljómsveitinni.