„Jónas frá Hriflu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Menntun ==
Jónas stundaði nám við [[Möðruvallaskóli|Möðruvallaskóla]] og er sagt að þar hafi forystuhæfileikar hans komið í ljós fyrir alvöru. Hann sótti um inngöngu í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Latínuskólann í Reykjavík]] árið [[1905]], en hann hafði átt í miklum bréfasamskiptum við skólapilta í [[Framtíðin]]ni og taldi sig loksins hafa safnað nægum fjármunum til að [[wikt:en:standa straum|standa straum]] af skólagöngunni. Skemmst er frá því að segja að [[rektor]] skólans, [[Steingrímur Thorsteinsson]], hafnaði umsókninni á þeirri forsendu að Jónas væri of gamall.
Jónas safnaði þá styrkjum til náms við [[lýðháskóli|lýðháskólann]] í [[Askov]] í [[Danmörk]]u og hélt síðan til [[England]]s og nam við [[Ruskin_College,_Oxford|Ruskin College]] í [[Oxford]]. Sá skóli var rekinn af bresku [[samvinnuhreyfing]]unni og [[verkalýðshreyfing]]unni og má segja að hann sé fyrsti verkamannaháskólinn í heimi. Jónas hafði frá blautu barnsbeini verið mikill áhugamaður um [[Enska|ensku]] og taldi sig því slá tvær flugur í einu höggi með því að fara þangað; hann lærði ensku og kynntist nýjum straumum.