„Arnaldo Forlani“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Forlani hóf stjórnmálaferil sinn árið [[1948]] í [[Pesaro]], varð ráðherra [[1968]] í fyrstu ríkisstjórnum [[Mariano Rumor]]s en sagði af sér eftir að hann var kosinn aðalritari flokksins árið [[1969]]. Hann varð síðan [[varnarmálaráðherra]] í ríkisstjórn [[Aldo Moro]] [[1975]] og [[utanríkisráðherra]] [[1976]] til [[1979]] og fór formlega með umsókn Ítalíu um aðild að [[Efnahagsbandalag Evrópu|Efnahagsbandalagi Evrópu]] árið [[1977]].
 
Frá [[18. október]] [[1980]] til [[26. júní]] [[1981]] var hann [[forsætisráðherra]]. Á þessum tíma varð uppvíst um [[Frímúrarareglan|frímúrarastúkuna]] [[P2]] og hann var talinn ábyrgur fyrir tilraun til að koma í veg fyrir að félagaskrá stúkunnar yrði birt,. semÞetta varð til þess að hann neyddist til að segja af sér, en síðar, í ríkisstjórnum [[Bettino Craxi|Craxis]], var hann varaforsætisráðherra.
 
Við Cusani-réttarhöldin í tengslum við ''[[Mani pulite]]'' [[1993]] var hann kallaður inn sem vitni varðandi ólöglegar greiðslur frá fyrirtækinu [[Montedison]] í flokkssjóði demókrataflokksins. Hann svaraði spurningum um þessar greiðslur með því að hann myndi það ekki og áttaði sig ekki á slefi sem hann var með á vörunum enda augljóslega mjög taugaveiklaður. Þessi vitnaleiðsla, sem var sýnd í sjónvarpinu á Ítalíu, varð víðfræg sem nokkurs konar táknmynd fyrir endalok heillar kynslóðar stjórnmálamanna.