„Bjarni Thorsteinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Bjarni Thorsteinsson.jpg|thumb|Bjarni Thorsteinsson]]
{{aðgreiningartengill1|[[Bjarni Þorsteinsson]]}}
'''Bjarni Thorsteinsson''' (f. [[31. mars]] [[1781]], d. [[3. nóvember]] [[1876]]) var [[amtmaður]] í [[vesturamtVesturamt]]i á árunum [[1821]]-[[1849]]. Hann hafnaði þeirri hugmynd að Ísland skyldi fá innlent stéttaþing þegar sú hugmynd kom fyrst fram um [[1831]]. Hann varð síðan fyrsti forseti hins nýja [[alþingi]]s þegar það var endurreist [[1844]], eftir að hafa verið lagt niður af [[Danmörk|Dönum]] árið [[1799]]. Bjarni stofnaði einnig [[Hið íslenska bókmenntafélag]] ásamt öðrum.
 
Bjarni var fæddur á Sauðhúsnesi í [[Álftaver]]i, sonur Þorsteins Steingrímssonar bónda, síðast í Kerlingardal, og fyrri konu hans Guðríðar Bjarnadóttur. Hann lauk stúdentsprófi úr [[Hólavallarskóli|Hólavallarskóla]] árið [[1800]] og sigldi síðan til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] og lauk lögfræðiprófi við [[Hafnarháskóli|Hafnarháskóla]] árið [[1807]]. Hann starfaði svo í ýmsum stjórnarskrifstofum í Kaupmannahöfn en árið 1821 var hann skipaður amtmaður í vesturamtinu og settist að á [[Arnarstapi|Arnarstapa]] á [[Snæfellsnes]]i. Þar sat hann til [[1849]], þegar hann fékk lausn frá störfum og flutti til [[Reykjavík]]ur. Hann var jafnframt settur [[stiftamtmaður]] og amtmaður í [[Suðuramt]]i 1823-1824 og 1825-1826.
 
Hann hafnaði þeirri hugmynd að Ísland skyldi fá innlent [[stéttaþing]] þegar sú hugmynd kom fyrst fram um [[1831]]. Hann varð síðar í embættismannanefnd sem undirbjó endurreisn Alþingis og var fyrsti forseti þingsins þegar það var endurreist [[1844]]. Hann var konungkjörinn alþingismaður 1845-1846. Bjarni stofnaði einnig [[Hið íslenska bókmenntafélag]] ásamt öðrum og var forseti Kaupmannahafnardeildar þess 1816-1819 og 1820-1821. Hann stundaði ýmis ritstörf og skrifaði meðal annars ævisögu sína, sem birtist í Tímariti Bókmenntafélagsins 1903.
 
Kona Bjarna (g. 22. júlí 1821) var Þórunn Hannesdóttir, dóttir [[Hannes Finnsson|Hannesar Finnssonar]] biskups og seinni konu hans, [[Valgerður Jónsdóttir (biskupsfrú)|Valgerðar Jónsdóttur]]. Synir þeirra voru Finnur, [[Árni Thorsteinsson]] landfógeti og [[Steingrímur Thorsteinsson]] skáld og rektor.
 
== Tengill ==
* [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=71 Æviágrip á heimasíðu Alþingis]
 
{{Stubbur|æviágrip}}
{{Amtmenn í Vesturamti}}