Munur á milli breytinga „Thor Heyerdahl“

33 bætum bætt við ,  fyrir 10 árum
ekkert breytingarágrip
'''Thor Heyerdahl''' (f. [[6. október]] [[1914]], d. [[18. apríl]] [[2002]]) var [[Noregur|norskur]] könnuður, mannfræðingur og vísindamaður. Hann var mikill ævintýramaður og er hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa siglt á flekanum [[Kon-Tiki]] yfir [[Kyrrahaf]]ið frá [[Perú]] til eyjanna í Suður-Kyrrahafi. Heyerdahl trúði því að fólk hafi getað ferðast mun lengri sjóleiðir til forna en talið er og að vöruskipti á milli landa hafi jafnvel verið möguleg. Með ferð sinni á Kon-Tiki tókst honum að sýna fram á að það hafi verið mögulegt, tæknilega séð, löngu fyrr en viðteknar kenningar vilja ætla.
 
== Ævi og störf ==
Heyerdahl var fæddur í litlu sjávarþorpi í Noregi 6. október 1914. Frá ungaaldri hafði hann mikinn áhuga á náttúru og dýrafræði og setti jafnframt upp lítið dýrasafn á æskuheimili sínu. Hann fór síðar í Háskólann í Osló þar sem hann sérhæfði sig í dýrafræði og landafræði.
 
Heyerdahl hafði mikinn áhuga á eyjunum í Suður Kyrrahafi og stundaði sjálfsnám í pólónesískri menningu og sögu á meðan hann var enn í háskóla. Hann hætti síðan í skólanum árið 1936 og fór í sinn fyrsta leiðangur til Pólónesja þar sem hann rannsakaði náttúruna og dýraríkið á eyjum. Heyerdahl eyddi mestu af þessu ári á eyjunni Fatu Hiva þar sem hann bjó meðal heimamanna ásamt konu sinni. Rannsóknir hans á dýra- og náttúruríkinu meðal sögusagna frá heimamönnum þess efnis að fyrstu íbúar eyjanna hefðu komið frá austri, Suður-Ameríku, en ekki vestri, Suðaustur-Asíu og Indlandi, eins og viðteknar kenningar héldu fram kveiktu síðan áhuga hans til frekari rannsókna. Með því að skoða hafstaumar Kyrrahafsins komst Heyerdahl að því að það hefði verið mögulegt að sigla yfir Kyrrahafið mun fyrr en viðteknar kenningar telja og sannfærðist hann um að fyrstu íbúar eyjanna hefðu getað komið frá Suður Ameríku. Hann gældi jafnvel við þá hugmynd að verslun hafi getað verið möguleg löngu fyrr en talið var og að fyrstu íbúar eyjanna hafi getað haft verslun við bæði Suður- og Norður-Ameríku.
Til að sanna mál sitt frekar byggði hann bátinn Ra II sem var svipaður bátur og Egyptar til forna voru taldir hafa notað. Á honum tókst Heyerdahl að sigla frá Afríku til Barbados árið 1970 með því að ferðast með Kanarístraumnum og sannaði þannig að samskipti og verslun hefðu getað verið möguleg milli Afríku og Ameríku á tímum forn Egypta.
 
Hann gerði einnig bátinn Tigris og ætlaði með honum að sanna möguleg samskipti til forna milli Mesópótamíu, Egyptalands og Indus Valley-dalsins en áhöfnin brenndi Tigris í Rauðahafinu í mótmælaskyni við stríðin sem að herjuðu allt í kring um Rauðahafið á þeim tíma.
 
Þrátt fyrir að flest af verkum og kenningum Heyerdahls séu enn ósamþykkt í heimi vísindanna náði hann að auka áhuga almennings á þessu efni með ævintýralegum siglingum sínum. Honum tókst að sýna fram á að samskipti milli meginlanda hafi verið tæknilega möguleg til forna og verslun þeirra á milli því getað verið möguleg mun fyrr en viðteknar kenningar telja.