„Níu ára stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|Loðvík 14. Frakklandskonungur var upphafsmaður að 9 ára stríðinu '''9 ára stríðið''' (á þýsku: ''Pfälzischer Erfolgekrieg''; á ensk...
 
Gessi (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 16:
Loðvík XIV leit á það sem stríðsyfirlýsingu við Frakkland að Vilhjálmur skuli dirfast að taka enska konungsstólinn. Hann réðist inn í Belgíu og Holland og náði að sigra í nokkrum orrustum þar. Mikilvægasta borgin sem hann náði þar var [[Namur]] í [[Flæmingjaland]]i (''Flandern''). Enski herinn var að mestu bundin við aðstæður á Niðurlöndum. Einnig réðust Frakkar inn i Savoju-hérað, sem þá var sjálfstætt ríki og hertóku hafnarborgina [[Nice]]. Frakkar tóku ennfremur [[Barcelona]] og [[Girona]] á Spáni.
 
=== Ameríka ===
Strax og enskir og franskir landnemar í [[Ameríka|Ameríku]] vissu um stríðið í Evrópu, tóku þeir til við að ráðast á hvora aðra. Aðallega voru það franskir landnemar sem réðust á enskar nýlendur við [[Atlantshaf]]. Á móti hertóku Englendingar Port Royal á frönsku nýlendunni Akadíu (núverandi [[Nova Scotia]]). Englendingar fóru einnig í stóran leiðangur upp St. Lawrence-fljót og réðust á borgina [[Québec]]. Sá leiðangur misheppnaðist algjörlega. Frakkar hröktu Englendinga á brott og tóku Port Royal aftur.
 
=== Friðarsamningar í Rijswijk ===
Þegar friðarsamningarnir fóru fram í hollensku borginni [[Rijswijk]] 1697 stóðu Frakkar höllum fæti. Þar af leiðandi samþykkti Loðvík XIV að draga her sinn út öllum þeim löndum sem hann hafði hertekið (Niðurlönd, Savoja, Pfalz, Norður-Spánn). Loðvík viðurkenndi Vilhjálm af Óraníu sem konung Englands og hann hætti öllu tilkalli til Pfalz eða annarra héraða sem hann ásældist. Eina svæðið sem Frakkar fengu að halda var Strassborg og Elsass (Alsace).