„Ölgerðin Egill Skallagrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Egils
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ölgerðin Egill Skallagrímsson''' er [[Ísland|íslenskur]] [[drykkur|drykkjaframleiðandi]], elsta starfandi [[bruggverksmiðja]] landsins og [[heildsala]] með mat og drykk. Fyrirtækið var stofnað [[17. apríl]] [[1913]] af [[Tómas Tómasson (bruggmeistari)|Tómasi Tómassyni]] sem hóf framleiðslu á [[Egils Malt|maltöli]] í kjallara í húsinu [[Þórshamar|Þórshamri]]. Hann fór síðar í nám í [[bruggun]] og fyrirtækið flutti 1917 í sérsmíðað húsnæði við [[Njálsgata|Njálsgötu]] þar sem það var staðsett mestlungann af 20. öldinni. [[Léttöl]]ið [[Egils Pilsner]] kom á markað sama ár en [[bannárin|áfengisbann]] gekk í gildi 1915 og eftir það var bannað að framleiða áfengt [[öl]] með meira en 2,25% vínandamagn. Fyrirtækið réð gjarnan bruggmeistara frá Þýskalandi og Danmörku til að hafa yfirumsjón með ölframleiðslunni, en fyrirtækið fékkst líka við [[gosdrykkur|gosdrykkjagerð]] (sbr. [[Egils appelsín]]).
 
Fyrirtækið var það fyrsta sem fékk undanþágu til framleiðslu á áfengu öli á Íslandi á [[Síðari heimsstyrjöld|stríðsárunum]] þegar það framleiddi [[Polar Ale]] fyrir breska setuliðið. Frá 1951 framleiddi það [[Polar Beer]] fyrir [[Varnarliðið]] á [[Keflavíkurstöðin]]ni og síðan [[Export Beer]] sem landsmenn kölluðu almennt [[Egill sterki|Egil sterka]]. Eftir að bjórbanninu var aflétt 1989 hefur aðalsöluvara bruggverksmiðjunnar verið [[Egils Gull]].