Munur á milli breytinga „Brynjólfur Sveinsson“

m
robot Breyti: eu:Brynjólfur Sveinsson; kosmetiske ændringer
m (robot Breyti: eu:Brynjólfur Sveinsson; kosmetiske ændringer)
'''Brynjólfur Sveinsson''' ([[14. september]] [[1605]] – [[5. ágúst]] [[1675]]) var [[Skálholtsbiskupar|Skálholtsbiskup]] frá [[15. mars]] [[1639]] til [[1674]] og var ásamt öðrum íslenskum fyrirmönnum á [[Kópavogsfundurinn|Kópavogsfundinum]] árið [[1662]]. [[Teikning]] af honum er á íslenska [[Íslensk króna|1000 króna seðlinum]].
 
== Æviferill ==
Brynjólfur fæddist í [[Holt í Önundarfirði|Holti]] í [[Önundarfjörður|Önundarfirði]], sonur Sveins Símonarsonar prests þar og síðari konu hans, Ragnheiðar, dóttur [[Staðarhóls-Páll|Staðarhóls-Páls]] Jónssonar og [[Helga Aradóttir|Helgu Aradóttur]]. Var [[Jón Arason]] biskup langafi hans. Hann þótti afburðanámsmaður og var orðlagður grískumaður. Hann var í [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] [[1617]]-[[1623]] og lærði við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] [[1624]]-[[1629]]. Þá kom hann heim en fékk ekki embætti sem honum líkaði svo að hann las grísku heima í Holti en sigldi aftur til Kaupmannahafnar [[1631]] og hélt áfram námi. Ári síðar var hann ráðinn [[konrektor]] við [[Hróarskelduháskóli|Hróarskelduháskóla]] [[1632]]-[[1638]]. Þá fór hann heim til Íslands í heimsókn og ætlaði síðan að mennta sig enn frekar suður í Evrópu, var búinn að fá fjárstyrk til þess frá Hróarskelduháskóla, en var þá kjörinn biskup í Skálholti þvert gegn vilja sínum. Hann reyndi að koma sér undan embættinu, sagðist fyrst og fremst vera skólamaður og kennari en ekki guðfræðingur, en það var einmitt talin þörf á slíkum manni til að efla skólann í Skálholti og Brynjólfur var biskup næstu 35 árin.
 
Brynjólfur var áhugasamur um [[náttúruvísindi]] og [[hugvísindi]], safnaði [[fornrit|fornritum]]um og var áhugamaður um útgáfu þeirra. Hann reyndi að fá leyfi fyrir [[prentsmiðja|prentsmiðju]] í [[Skálholt]]i, en það strandaði á mótspyrnu [[Þorlákur Skúlason|Þorláks biskups]] á [[Hólar|Hólum]], sem vildi sitja einn að allri prentun í landinu. Biskupsstóllinn í Skálholti þótti dafna vel í biskupstíð Brynjólfs, enda var fremur gott í ári og Brynjólfur góður fjáraflamaður. Hann var einn af helstu leiðtogum landsins og átti góð samskipti við [[Hinrik Bjelke]] höfuðsmann þótt hann yrði að láta að vilja hans á Kópavogsfundi.
 
== Verk ==
Brynjólfur var [[latína|latínu]][[skáld]] og þýddi meðal annars [[Nýja testamentið]] beint úr [[gríska|grísku]] en fékk ekki prentað. Af ritverkum Brynjólfs eru þekktar ritgerðirnar ''Um meðgöngutíma kvenna'' og ''Um eiða og undanfærslu í legorðsmálum'', ''Æviminning Vigfúsar Hákonarsonar í Bræðratungu, Ritgerð um nafnið Svíþjóð, Historica relatio de rebus Islandiæ''. Einnig er honum ætluð ''Lækningabók''.
 
== Fjölskylda ==
Brynjólfur kvæntist 30. ágúst 1640 Margréti Halldórsdóttur (4. desember 1615 - 21. júlí 1670), dóttur Halldórs Ólafssonar lögmanns á Grund í Eyjafirði og konu hans Halldóru Jónsdóttur (Björnssonar Jónssonar Arasonar). Voru þau þremenningar og þurftu undanþágu til hjúskaparins. Þau eignuðust sjö börn en einungis tvö þeirra komust á legg. Halldór sonur þeirra dó hálfþrítugur í Yarmouth á Englandi 1666. [[Ragnheiður Brynjólfsdóttir]] dóttir þeirra eignaðist barn í meinum og lést ári eftir barnsburðinn einungis 22 ára gömul. Brynjólfur tók son hennar, Þórð Daðason, að sér og arfleiddi að öllum eigum sínum. Pilturinn lést aðeins 11 ára gamall og svo fór að Brynjólfur skildi enga afkomendur eftir sig.
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://kirkjan.is/brynjolfur/?forsida|titill=Brynjólfur biskup og 17. öldin. Á kirkjan.is.}}
 
[[en:Brynjólfur Sveinsson]]
[[es:Brynjólfur Sveinsson]]
[[eu:BrynjolfurBrynjólfur Sveinsson]]
[[fr:Brynjólfur Sveinsson]]
[[nl:Brynjólfur Sveinsson]]
58.126

breytingar