„Jón Árnason (1665)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Jón Árnason''' ([[1665]] í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]] – [[8. febrúar]] [[1743]]) var biskup í Skálholti, lærður og vel að sér í [[guðfræði]], [[rúmfræði]], [[stærðfræði]] og [[söngur|söng]].
 
Jón var sonur Árna Loftssonar, prests í Dýrafjarðarþingum og víðar, og konu hans Álfheiðar Sigmundsdóttur. Hann var lengi skólameistari [[Hólaskóli|Hólaskóla]] en árið [[1707]] varð hann prestur á [[Staður (Steingrímsfirði)|Stað]] í [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]]. Þann [[25. mars]] [[1722]] varð hann biskup í Skálholti eftir lát [[Jón Vídalín|Jóns Vídalín]] og gegndi því embætti til dauðadags.
 
Hann þótti strangur reglumaður og meðal stjórnsömustu biskupum landsins. Hann var [[bindindi]]smaður og vildi t.d. hefta innflutning á [[brennivín]]i og [[tóbak]]i til landsins, en kaupmenn stóðu fast á móti. Hann áminnti marga presta fyrir drykkjuskap og vék ýmsum prestum í biskupsdæmi sínum úr embætti fyrir drykkju og aðra ámælisverða framkomu.
Lína 10:
Hann þótti einarður og hreinskilinn en strangur kennari og gerði miklar kröfur til siðferðis skólapilta ekki síður en kunnáttu þeirra. Hann var aðgæslumaður í fjármálum og hafði til dæmis ekki ráðsmann, sem var einsdæmi, en vegna erfiðs árferðis var fjárhagur biskupsstólsins þó fremur bágur.
 
Kona Jóns biskups var Guðrún Einarsdóttir (1665 – 1752), dóttir [[Einar Þorsteinsson|Einars Þorsteinssonar]] biskups á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og Ingibjargar Gísladóttur fyrri konu hans.
 
== Verk ==