„Frankfurt (Oder)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gessi (spjall | framlög)
Lína 47:
=== Nýrri tímar ===
[[Mynd:Marienkirche FFO.jpg|thumb|Maríukirkjan nær gjöreyðilagðist í heimstyrjöldinni síðari]]
[[1806]] hertóku Frakkar borgina og héldu henni til [[1813]]. Frakkar settu upp herstöð í Frankfurt og notuðu hana sem bækistöð fyrir Rússlandsleiðangur [[Napoleon Bonaparte|Napoleons]]. [[1811]] var háskólanum lokað í borginni. Ástæðan fyrir því var sú að Humboldt-háskólinn í Berlín var stofnaður og fóru nemendur því þangað. Því var háskólinn í Frankfurt færður til [[Breslau]], sem þá var enn hluti af Prússlandi. Breslau er í Póllandi í dag. Eftir ósigur Napoleons í [[Rússland]]i veturinn 1812/13, streymdu franskir hermenn í gegnum Frankfurt frá [[janúar]] til [[mars]] 1813. Síðustu hermennirnir brenndu brúna yfir ána Odru af ótta við Rússa. Síðustu Frakkar yfirgáfu borgina 17. mars. Borgin sjálf kom ekki við sögu í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjöldinni fyrri]]. En [[heimstyrjöldin síðari]] reyndist borginni hörmungartími. Fyrstu loftárásir hófust [[1944]]. Frá og með janúar [[1945]] tók borgin við þúsundum flóttamanna úr austurhéruðum Þýskalands, enda voru Rússar að hrekja þýska herinn í vesturátt. Talið er að um 300 þúsund flóttamenn hafi á vormánuðum 1945 haft viðdvöl í Frankfurt. Þegar Rússar nálguðust var borginni breytt í stórt hervígi, enda var þetta helsta leiðin til Berlínar. Borgarbúum var meinað að yfirgefa borgina og næstu vikur fylltust borgarbúar ótta. Sjálfsmorð og gripdeildir voru daglegt brauð. Menn voru skotnir fyrir litlar sakir. Í febrúar kom [[Joseph Goebbels]] til Frankfurt til að stappa stálinu í hermenn og almenna borgara. Tveimur mánuðum seinna, [[16. apríl]], hófst stórsókn Rússa, bæði með stórskotaliðinu og með loftárásum rússneska flughersins. Skemmdir urðu gífurlegar og mannfallið mikið. Mikið æði greip um sig. Nasistar sprengdu brúna yfir Odru en allt kom fyrir ekki. Rússar hertóku borgina en Þjóðverjar flúðu hver sem betur gat. 93% miðborgarinnar hafði þá brunnið til kaldra kola. Frankfurt varð hluti af sovéska hernámssvæðinu. Með tilfærslu Póllands í stríðlok varð áin Odra landamæraá milli Þýskalands og Póllands. Frankfurt varð þá að landamæraborg. [[1952]] fór fram undirritun þess efnis í Frankfurt að árnar Odra (á þýsku: Oder) og [[Neisse]] skyldu framvegis vera landamæri ríkjanna. Oder-Neisse-línan hefur síðar verið staðfest (t.d. með Varsjár-samningnum 1970) og mynda þau landamæri ríkjanna enn í dag. Síðustu rússnesku hermennirnir yfirgáfu ekki Frankfurt fyrr en [[1994]].
 
== Frægustu börn borgarinnar ==