„Eignarréttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
==Eignarréttarráðstefna á Íslandi==
[[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtökin]], alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, héldu ráðstefnu á Íslandi í ágúst 2005 um „eignarrétt og frelsi á nýrri öld“. Þar hélt [[Harold Demsetz]] erindi um eignarréttarhagfræðina. [[Ragnar Árnason]] prófessor leiddi rök að því, að eignarréttur yrði því hagkvæmari sem hann væri fullkomnari (til dæmis rétturinn betur skilgreindur og viðskipti greiðari með eignirnar). [[Þráinn Eggertsson]] prófessor tók nokkur dæmi í anda eignarréttarhagfræðinnar frá Íslandi, meðal annars um, hvernig ítala hefði myndast á þjóðveldisöld (vegna hættu á ofbeit á upprekstrarlandi komu bændur sér saman um, að hver jörð mætti aðeins reka tiltekinn fjölda sauða á fjall). [[Rögnvaldur Hannesson]] prófessor lýsti því, hvernig mynda mætti eignarrétt á gæðum hafsins. [[Tom Hazlett]] prófessor sagði frá þróun eignaréttinda á útvarps- og sjónvarpsrásum. Prófessorarnir [[Gary Libecap]] og [[Terry Anderson]] tóku ýmis dæmi um það, sem þeir kalla „free market environmentalism“ (umhverfisvernd í krafti atvinnufrelsis).
 
==Spakmæli um eignarrétt==
*Garður er granna sættir.
*Sjaldan grær gras í almenningsgötu.
*Sameign gerir sundurþykki.
*Sinna verka njóti hver.
*Gott er að telja peninga úr pyngju annars.
*Það, sem allir eiga, hirðir enginn um (Aristóteles).
*Everybody’s business is nobody’s business (Macaulay lávarður).
 
==Heimildir==