„Eignarréttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
 
==Ófullkominn eignarréttur==
Eignarréttur getur verið ófullkominn í einhverjum skilningi. Rithöfundurinn [[Hernando de Soto]] frá Perú heldur því til dæmis fram, að það standi fátækum þjóðum í suðri mjög fyrir þrifum, að fólk hafi þar margvíslegan nýtingarrétt, sem það geti ekki breytt í skrásettan og verndaðan einkaeignarrétt. Þess vegna liggi fjármagn þar dautt, en sé ekki undirorpið lífrænni þróun, eins og í vestrænum iðnríkjum. Annað dæmi um ófullkominn eignarrétt er fiskveiðiréttur á Íslandsmiðum. Hann er fólginn í aflahlutdeild (til dæmis 5% af leyfilegum þorskafla ársins 2005), sem eigendum skipa er úthlutað, en síðan eru reiknaðar út aflaheimildir miðað við leyfilegan heildarafla hvers árs (til dæmis 10.000 lestir árið 2005). Margvíslegar takmarkanir eru á framsali aflaheimildanna, auk þess sem þær njóta ekki að lögum fullrar viðurkenningar sem eignaréttindi. [[Ragnar Árnason]], prófessor í fiskihagfræði í Háskóla Íslands, hefur óspart gagnrýnt, hversu ófullkominn eignarrétturinn er á fiskistofnum.
 
==Eignarréttarhagfræði==