„Eignarréttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lagfærði mynd og texta
Lína 24:
 
==Sameignarréttur==
[[Image:Oddsson_and_Árnason.jpg|thumb|left|300px|[[Davíð Oddsson]] og [[Ragnar Árnason]] prófessor á ráðstefnu [[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtakanna]] í Reykjavík um eignarrétt í ágúst 2005. Davíð hafði forystu um einkavæðingu á Íslandi, og Ragnar er kunnur eignarréttarhagfræðingur á alþjóðavettvangi.]]
Stundum merkir sameignarréttur ekkert annað en eignarréttur ríkisins á einhverjum hlutum eða gæðum. En stundum eiga margir menn saman hlut. Til dæmis má segja, að bændur á Suðurlandi eigi saman ýmis framleiðslusamvinnufélög. Sá hængur er á að dómi eignarréttarhagfræðinga, að eignarrétturinn er mög ófullkominn. Hann er til dæmis ekki seljanlegur. Munurinn á hlutafélagi og samvinnufélagi er, að í hlutafélaginu getur eigandi selt hlut sinn. Hann hefur því meiri áhuga á langtímavirði hlutarins en aðilinn að samvinnufélaginu. Eftir því sem fleiri eiga einhver nýtanleg gæði saman, eru líka minni tengsl milli framlags hvers einstaks eiganda og afraksturs hans, sem myndar hættu á því, að einhverjir svíkist um.
 
[[Image:Oddsson_and_Árnason.jpg|thumb|left|300px|[[Davíð Oddsson]] og [[Ragnar Árnason]] prófessor á ráðstefnu [[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtakanna]] í Reykjavík um eignarrétt. Davíð hafði forystu um einkavæðingu á Íslandi, og Ragnar er kunnur eignarréttarhagfræðingur á alþjóðavettvangi.]]
==Eignarréttarráðstefna á Íslandi==
[[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtökin]], alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, héldu ráðstefnu á Íslandi í ágúst 2005 um „eignarrétt og frelsi á nýrri öld“. Þar hélt [[Harold Demsetz]] erindi um eignarréttarhagfræðina. [[Ragnar Árnason]] prófessor leiddi rök að því, að eignarréttur yrði því hagkvæmari sem hann væri fullkomnari (til dæmis rétturinn betur skilgreindur og viðskipti greiðari með eignirnar). [[Þráinn Eggertsson]] prófessor tók nokkur dæmi í anda eignarréttarhagfræðinnar frá Íslandi, meðal annars um, hvernig ítala hefði myndast á þjóðveldisöld (vegna hættu á ofbeit á upprekstrarlandi komu bændur sér saman um, að hver jörð mætti aðeins reka tiltekinn fjölda sauða á fjall). [[Rögnvaldur Hannesson]] prófessor lýsti því, hvernig mynda mætti eignarrétt á gæðum hafsins. [[Tom Hazlett]] prófessor sagði frá þróun eignaréttinda á útvarps- og sjónvarpsrásum. Prófessorarnir [[Gary Libecap]] og [[Terry Anderson]] tóku ýmis dæmi um það, sem þeir kalla „free market environmentalism“ (umhverfisvernd í krafti atvinnufrelsis).