Munur á milli breytinga „Jean-Jacques Rousseau“

m (robot Bæti við: qu:Jean-Jacques Rousseau)
== Heimspeki ==
=== Samfélagssáttmálinn ===
''[[Samfélagssáttmálinn (Rousseau)|Samfélagssáttmálinn]]'', sem kom úr árið [[1762]], er ef til vill frægasta verk Rousseaus og varð fljótt eitt af áhrifamestu ritum í [[stjórnspeki]] í vestrænni heimspeki. Í ritinu setur Rousseau fram kenningu sína um grundvöll réttmæts stjórnarfyrirkomulags. Rousseau þróar þar áfram einhverjar af hugmyndum þeim sem hann hafði áður sett fram í grein sinni „Stjórnspekileg hagfræði“ (fr. ''Economie Politique'') sem birtist í alfræðiriti [[Denis Diderot|Diderot]], ''Encyclopédie''. Rousseau hélt því fram að náttúrulegt ástand væri frumstætt ástand án [[Lög|laga]] og [[siðferði]]s og að menn hafi gefið það upp á bátinn vegna ávinningsins af samhjálp og nauðsynjar hennar. Þegar samfélagið þróaðist hafi verkaskipting og einkaeign neytt menn til þess að setja sér lög. Á afturfararskeiði samfélagsins hefur maðurinn tilhneigingu til þess að keppa sífellt við náungann en á sama tíma reiðir sig æ meira á samborgara sína. Þetta tvöfalda álag ógnar bæði afkomu hans og [[frelsi]]. Þetta sýnir að maðurinn hefur gert mistök, mannlegt samfélag er ekki eins og það ætti að vera. Rousseau segir að því sé um að kenna að fólk hafi gleymt hver tilgangur þess væri og þess vegna hafi það vikið af réttri leið. Heimurinn eins og hann er núna er ekki eins og Guð ætlaði honum að vera, samfélagið er óreiðukennt og erfitt: „Maðurinn er frjáls en er hvarvetna í hlekkjum. Sá sem telur sjálfan sig annars herra er ekki síður þræll en hinn.“ (''Samfélagssáttmálinn'' 17). Mannkyninu er ætlað að vera frjálst en til þess að svo geti orðið er þörf á umfangsmiklum breytingum á samfélagi manna. Lausn Rousseaus er sú að beytabeita skynseminni til þess að upplýsa fólk og breyta lífsstíl þess. Maðurinn gæfi þá upp á bátinn náttúrurétt sinn úr því að hann getur nú verið frjáls og dafnað. Þetta leiðir af almennum vilja fólksins sem tryggir að engum öðrum er skylda á herðar lögð og menn hlýða einungis sjálfum sér. Ef fólk breytti á hinn bóginn einungis með hliðsjón af sínum eigin hagsmunum, þá bryti það í bága við almannaviljann.
 
=== Uppeldisfræði ===
Óskráður notandi