„Enid Blyton“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Enid Blyton er þekkt fyrir að skrifa fjölmargar bókaraðir um sams konar persónur sem áætlaðar eru fyrir ýmsa aldurshópa. Bækurnar hennar eru þekktar um allan heim, og hafa selst yfir 600 milljónir eintaka. Enid er fimmti mest þýddur rithöfundur í heimi og yfir 3544 þýðingar bóka hennar eru fáanlegar samkvæmt [[Index Translationum]] [[UNESCO]]. Ein þekktasta persóna hennar er [[Doddi]], sem saminn var fyrir börn sem eru að læra að lesa.
 
Þekktustu verk hennar eru skáldsögur fyrir börn, þar sem börn lenda í ævintýrum og takast á við ráðgátur og vandamál án hjálpar frá fullorðnum. Nokkur dæmi um verk hennar í þessari tegund eru ''[[Ævintýrabækurnar]]'' (e. ''Adventure series''), 8 bækur sem út komu á árunum 1944-1950 og fjalla um fjögur börn og páfagaukinn Kíkí og skera sig úr að því leyti að helmingur þeirra gerist utan Englands), ''[[Fimm-bækurnar]]'' (e. ''Famous Five'', sem er alls 21 bók, 1942–1963, og fjallar um fjögur börn og hundinn þeirra), [[Dularfullu bækurnar]] (e. ''Five Find-Outers and Dog'') (15 bækur, 1943–1961, þar sem fimm börn skjóta þorpslögreglumanninum Gunnari stöðugt ref fyrir rass) og að lokum ''[[Leynifélagið Sjö saman]]'' (e. ''Secret Seven'') (15 bækur, 1949–1963, félag sjö barna sem leysa sakamál). Af öðrum bókum hennar sem komið hafa út á íslensku má nefna ''[[Baldintátubækurnar]]'' (e. ''The Naughtiest Girl'') og allmargar Doddabækur. Verk hennar varða oft barnaævintýri, hugarburð og stundum galdra.
 
Bækurnar eftir hana voru og eru þegar geysilega vinsælar á [[Bretland]]i, [[Malta|Möltu]], í [[Indland]]i, [[Pakistan]], [[Nýja-Sjáland]]i, [[Srí Lanka]], [[Malasía|Malasíu]], [[Singapúr]] og [[Ástralía|Ástralíu]]; sem þýðingar í fyrri [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] og [[Japan]]; sem aðlaganir yfir á [[arabíska|arabísku]]; og yfir meginhluta heimsins. Verk hennar hafa verið þýdd á yfir 90 tungumál.