„Norræna vegabréfasambandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sigurdurolafsson (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Is vegabréf.jpg|thumb|right|]]
 
'''Norræna vegabréfasambandið''' byggir á [[Norræni vegabréfaeftirlitssamningurinn|Norræna vegabréfaeftirlitssamningnum]] milli [[Norðurlönd|Norðurlandanna]] og felur í sér að ríkisborgarar Norðurlandanna geta ferðast óhindrað milli landanna án þess að framvísa vegabréfi. Samningurinn var undirritaður af [[Danmörk|Danmörku]] (gilti þó ekki fyrir [[Færeyjar]] og [[Grænland]]), [[Svíþjóð]], [[Finnland|Finnlandi]] og [[Noregur|Noregi]] (gilti þó ekki fyrir [[Jan Mayen]] og [[Svalbarði|Svalbarða]]) árið [[1957]] en hann byggði á bókun frá [[1954]] um að leysa ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Bókunin tók gildi á [[Ísland|Íslandi]] [[1955]] og samningurinn gilti einnig á Íslandi frá og með [[1966]].
 
Vegabréfasambandið var einn af fyrstu vísum formlegs samstarfs [[Norðurlönd|Norðurlandanna]] sem síðan hefur einkum átt sér stað innan [[Norræna ráðherranefndin|Norrænu ráðherranefndarinnar]] og [[Norðurlandaráð|Norðurlandaráðs]].