„Ólivín“: Munur á milli breytinga

12 bæti fjarlægð ,  fyrir 16 árum
m
Myndauppröðun
m (interwiki, flokkaröðun)
m (Myndauppröðun)
[[Mynd:Peridot_in_basalt.jpg|thumb|Peridótít í basalti. Myndin er frá Arizona fylki, Bandar.]]
Steindin '''ólivín''' er [[magnesíum-járn-silíkat]]. [[Efnaformúla]] ólivíns er (Mg,Fe)<sub>2</sub>SiO<sub>4</sub> og er magn [[járn]]s og [[magnesíum]], [[blandröð]] á milli tveggja endaþátta sem kallast [[forsterít]] (Mg-ríkt) og [[fayalít]] (Fe-ríkt). Ólivínflokkurinn kallast flokkur steinda með skylda uppbyggingu en þar má t.d. nefna [[monticellít]] og [[kirschsteinít]]. Ólivín finnst bæði í mafísku (basísku) og útmafísku (útbasísku) bergi, en það er [[frumsteind]] í sumu [[myndbreytt]]u [[berg]]i. Ólivín er ein algengasta steind á [[Jörðin]]ni og hefur einnig verið greint í bergi á [[Tunglið|Tunglinu]].
 
[[Mynd:Peridot_in_basalt.jpg|thumb|Peridótít í basalti. Myndin er frá Arizona fylki, Bandar.]]
 
== Ásýnd og eiginleikar ==
[[Mynd:Atomic_structure_of_olivine_1.png|leftthumb|thumbnail| Atómuppbygging steindarinnar Ólivíns, horft er niður eftir '''a'''-ás. Súrefnisatóm eru rauð að lit, kísill er bleikur og magnesíum/járn er blátt. Grindareining er táknuð með svörtum ferhyrning.]]
 
 
Ólivín er venjulega ólífugrænt að lit (sbr. nafnið), þótt það geti orðið rauðleitt vegna [[oxun]]ar járns. Það hefur [[skeljalag]]a [[brotflötur|brotfleti]] og er fremur stökkt. Harka ólivíns er 6,5-7 á [[Mohs-kvarði|Mohs-kvarða]], [[eðlisþyngd]] þess er 3.27-3.37 og hefur það [[glergljái|glergljáa]]. Það er gegnsætt til hálfgagnsætt.
 
Ólivín [[kristöllun|kristallast]] úr [[kvika|kviku]] sem er rík af magnesíum en inniheldur lítið [[kísill|kísilmagn]]. Slík kvika myndar mafískt til útmafískt berg eins og [[gabbró]], [[basalt]], [[peridótít]] og [[dúnít]]. Myndbreyting óhreins [[dólómít]]s og annars [[setberg]]s sem inniheldur mikið af magnesíum og lítið af kísli virðist mynda Mg-ríkt ólivín, eða forsterít. Ólivín, eða afbrigði þess sem til verða við mikinn þrýsting, mynda yfir 50% af efri [[möttull|möttli]] Jarðar sem þýðir að steindin er ein algengasta steind Jarðar að rúmmáli. Ólivín hefur einnig verið greint í [[loftsteinn|loftsteinum]], á [[Mars]] og á [[Tunglið|Tunglinu]].
 
[[Mynd:Atomic_structure_of_olivine_1.png|left|thumbnail| Atómuppbygging steindarinnar Ólivíns, horft er niður eftir '''a'''-ás. Súrefnisatóm eru rauð að lit, kísill er bleikur og magnesíum/járn er blátt. Grindareining er táknuð með svörtum ferhyrning.]]
 
[[Flokkur:Steindir]]
23.282

breytingar