„Guðrún Ósvífursdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Guðrún Ósvífursdóttir''' var íslensk kona á söguöld, aðalkvenhetja Laxdælu og ein þekktasta kvenpersóna Íslendingasagna. Hún...
 
Navaro (spjall | framlög)
m Smáviðbætur.
Lína 4:
 
== Þorvaldur og Þórður ==
Þegar Guðrún var fimmtán ára bað Þorvaldur Halldórsson bóndi í [[Garpsdalur|Garpsdal]] í [[Gilsfjörður|Gilsfirði]] hennar og var hún ekki spurð álits. Hjónaband þeirra var ekki gott og þau skildu fljótlega. Þórður Ingunnarson á [[Staðarhóll|Hóli]] í [[Saurbær|Saurbæ]] hafði oft heimsótt þau hjón og lá það orð á að eitthvað væri milli þeirra Guðrúnar. Þórður var kvæntur maður en eftir eggjan Guðrúnar sagði hann skilið við konu sína á þeirri forsendu að hún klæddist setgeirabrókum eins og karlmaður. Nokkru síðar giftust þau Guðrún og var sambúð þeirra góð, en eftir skamman tíma drukknaði Þórður við [[Skálmarnes]] og var göldrum kennt um. Guðrún eignaðist skömmu síðar son sem látinn var heita Þórður eftir föður sínum. Hann var í fóstri hjá [[Snorri goði Þorgrímsson|Snorra goða Þorgrímssyni]] og var kallaður Þórður köttur. Í Landnámu er einnig nefnd Arnkatla dóttir þeirra.
 
== Kjartan og Bolli ==
Lína 19:
 
== Dráp Bolla ==
Ólafur faðir Kjartans gerði sætt við Bolla en þegar hann dó nokkrum árum síðar fóru bræður Kjartans og fleiri að Bolla þar sem hann var í seli ásamt Guðrúnu og felldu hann. Helgi Harðbeinsson hét sá sem drap Bolla og þurrkaði hann blóðið í blæju Guðrúnar, en hún brosti við. Helgi sagði þá að sig grunaði að undir þessu blæjuhorni byggi sinn höfuðbani. Guðrún gekk þá með son sinn, sem látinn var heita Bolli, en áður hafði hún átt soninn Þorleik með Bolla. ÞegarÍ Landnámu eru einnig nefndir synirnir Höskuldur og Surtur og dóttirin Þorgerður. Þegar Þorleikur og Bolli voru komnir á unglingsár eggjaði Guðrún þá til að hefna föður síns og fóru þeir þá að Helga og drápu hann.
 
== Fjórða hjónabandið og elliárin ==
Fjórði maður Guðrúnar var Þorkell Eyjólfsson, stórauðugur maður sem átti tvö skip í förum milli landa. Þau bjuggu á [[Helgafell]]i, en Guðrún og faðir hennar höfðu haft landaskipti við Snorra goða skömmu eftir fall Bolla og fluttii hann þá að Laugum. Guðrún og Þorkell eignuðust einn son sem hét Gellir og var afi [[Ari fróði Þorgilsson|Ara fróða]], og dóttur sem hét Rjúpa. Þorkell drukknaði við [[Bjarnarey]] á [[Breiðifjörður|Breiðafirði]] þegar hann var að flytja kirkjuvið sem [[Ólafur helgi|Ólafur konungur]] hafði gefið honum.
 
Guðrún bjó á Helgafelli til elli og varð blind á endanum. Bolli sonur hennar kom oft til hennar þar. Einhverju sinni spurði hann hana hvaða mann hún hefði elskað mest. Guðrún svaraði: „Þorkell var maður ríkastur og höfðingi mestur en engi var maður gervilegri en Bolli og albetur að sér. Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og lagamaður mestur. Þorvalds get eg að engu.“