„Þórbergur Þórðarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Óli Gneisti (spjall | framlög)
guðfræði og guðspeki ruglað saman
Lína 8:
Árið 1911 kynnist hann Sólrúnu Jónsdóttur og varð ástfanginn af henni en móðir hennar vildi ekki gifta dóttur sína manni sem gat ekki séð fyrir henni. Vorið 1913 reyndi hann við gagnfræðipróf og féll. Hann hélt þó ótrauður áfram og sótti fyrirlestra við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] sem voru opnir öllum, hann fékk þó ekki að taka próf. Árið 1919 giftist Sólrún Steinþóri Pálssyni sjómanni án þess þó að þau felldu saman hugi og eignuðust þau son saman. Sólrún tók þó upp ástarsamband við Þórberg 1922 og varð ófrísk af hans völdum ári seinna. Í febrúar 1924, sama ár og ''Bréf til Láru'' kom út, eignuðust þau dóttur sem kennd var við Steinþór.
 
Þórbergur kenndi við [[Iðnskólinn í Reykjavík|Iðnskólann]] á árunum 1918-25 sem og við [[Verslunarskóli Íslands|Verslunarskólann]] á árunum 1921-25. Á sama tíma fékk Þórbergur áhuga á [[dulspeki]] og [[guðfræðiguðspeki]] og ferðaðist hann til [[London]], [[París]]ar og [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] árið 1921 til þess að kynna sér dulspekimálefni nánar. Stjórnmálaskoðanir hans hneigðust til vinstri og ritaði hann ýmsar greinar til varnar [[Stalín]] og [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]. Árið 1925 fékk Þórbergur svo mikinn áhuga á [[esperanto]]. Hann giftist Margréti Jónsdóttur þann 1. október 1932. Haustið 1933 réð Þórbergur sig sem blaðamann [[Alþýðublaðið|Alþýðublaðsins]].
 
Þórbergur var heiðursfélagi í [[Skaftfellingafélagið|Skaftfellingafélaginu]] og [[Rithöfundafélag Íslands|Rithöfundafélaginu]]. Hann var kosinn heiðursdoktor við Háskóla Íslands 1974, stuttu áður en hann lést úr [[heilablóðfall]]i á [[Landspítalinn|Landspítalanum]] í Reykjavík þann 12. nóvember 1974 og var hann þá kominn með [[Parkinsons-veiki]].