„Brandenborg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gessi (spjall | framlög)
Lína 42:
 
== Söguágrip ==
Árið [[929]] lagði [[Hinrik I (HRR)|Hinrik I.]] keisari svæðið undir sig og gerði slava skattskylda sér. Nokkrir bæir mynduðust við það. En í slavauppreisninni miklu [[983]] náðu slavar að endurheimta allt sitt land á ný og myndaði fljótið Saxelfur náttúruleg landamæri milli Þjóðverja og slava. Þegar slavafurstinn Pribislaw dó barnlaus [[1150]], ánafnaði hann Þjóðverjanum Albrecht der Bär (''Albrecht björn'') allt landið. Albrecht varð þó að berjast gegn nokkrum slavneskum erfingjum, en [[1157]] náði hann að vinna landið. Þetta markar stofnun markgreifadæmisins Brandenborgar. Þýskt landnám hefst á ný og borgir eins Berlín myndast í kjölfarið. Margir slavar urðu þó eftir í landinu, aðallega vindar og sorbar. Afkomendur sorba eru enn til í dag og búa þeir suðaustast í Brandenborg og norðaustast í Saxlandi. Talið er að 20-30 þús manns á þessu svæði tali sorbnesku í dag, en tungumálið er verndað. Helstu valdaættir í Brandenborg urðu Askanier-ættin, en hún dó út [[1320]], og Hohenzollern-ættin. Eftir [[30 ára stríðið]] lá landið í rústum. Á [[17. öldin|17. öld]] sameinaðist markgreifadæmið Brandenborg og hertogadæmið [[Prússland]]. Úr því varð kjörfurstadæmi, þ.e. [[kjörfursti]]nn átti rétt á að mæta á furstafund og velja nýjan þýskan konung. Prússland varð að konungsríki [[1701]] og brátt varð það að stórveldi í [[Evrópu|Evrópu]]. Prússland barðist gegn [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]], en mátti síns lítils. Eftir fall Napoleons þandist Prússland út í vestur, en einnig í austur. [[1871]] varð Prússland að keisararíki og hélst það allt til loka [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjaldarinnar fyrri]], er keisarinn afþakkaði og fór í útlegð. Við lok [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjaldarinnar síðari]] var Berlín og Brandenborg skipt upp í tvö svæði. Brandenborg varð hluti af hernámssvæði [[Sovétríkin|Sovétmanna]], en Berlín var skipt upp í fjögur hernámssvæði. [[1949]] varð Brandenborg hluti af nýstofnuðu [[Austur-Þýskaland|Alþýðulýðveldi Þýskalands]], ásamt Austur-Berlín. [[1952]] var Brandenborg skipt upp i þrjú héröð (Cottbus, Frankfurt a.d. Oder og Potsdam). En við sameiningu Þýskalands [[1990]] var skiptingin tekin til baka og Brandenborg varð til á ný. [[1996]] fór fram atkvæðagreiðsla í Brandenborg og í Berlín þess eðlis að sameina þessi tvö sambandslönd. Berlín samþykkti, en Brandenborg hafnaði. Tillagan var því felld.
 
== Borgir ==