„Brandenborg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: kw:Brandenburg Breyti: uk:Бранденбург
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{| cellpadding="2" style="float: right; width: 307px; background: #e3e3e3; margin-left: 1em; border-spacing: 1px;"
[[Mynd:Katharinen_Pauli_Brandenburg.jpg|thumb|right|Nafn fylkisins er dregið af nafni bæjarins [[Brandenburg an der Havel]].]]
! Fáni Bæjaralands
'''Brandenborg''' ([[þýska]]: ''Brandenburg''; [[neðri sorbneska]]: ''Bramborska''; [[efri sorbneska]]: ''Braniborska'') er eitt af sextán [[sambandslönd Þýskalands|sambandslöndum]] [[Þýskaland]]s. Brandenborg er í austurhluta landsins og eitt af þeim sambandslöndum sem var endurreist eftir [[sameining Þýskalands|sameininguna]] [[1990]]. Höfuðborg sambandslandsins er [[Potsdam]]. [[Berlín]] er umlukið Brandenborg en er sjálfstætt sambandland.
! Skjaldarmerki Bæjaralands
|----
| align="center" bgcolor="#EFEFEF" | <div>{{border|[[Mynd:Flag of Brandenburg.svg|150px|none|Flagge von Bayern]]}}</div>
| align="center" bgcolor="#FFFFFF" | [[Mynd:Brandenburg Wappen.svg|100px|Landeswappen Bayern]]
|- style="background: #ffffff;" align="center"
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| colspan=2 align=center |
|-----
! colspan="2" | Upplýsingar
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| [[Opinbert tungumál]]:|| [[Þýska]], sorbneska
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| [[Höfuðstaður]]: || [[Potsdam]]
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| [[Flatarmál]]: || 29.478 km²
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| [[Mannfjöldi]]: || 2.517 þús <small>(31. mars 2009)</small>
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| [[Þéttleiki byggðar]]: || 86/km²
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Vefsíða: || [http://www.brandenburg.de/ brandenburg.de]
|-----
! colspan="2" | Stjórnarfar
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| [[Forsætisráðherra]]: || Matthias Platzeck ([[SPD]])
|---- bgcolor="#FFFFFF"
|----
! colspan="2" | Lega
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| colspan=2 align=center | [[Mynd:Germany Laender Brandenburg.png|thumb|300px]]
|}
 
'''Brandenborg''' (þýska: Brandenburg; neðri sorbneska: Bramborska; efri sorbneska: Braniborska) er fimmta stærsta sambandsland [[Þýskaland]]s með rúmlega 29 þús km². Landið er í austurhluta Þýskalands og umlykur [[Berlín]], sem er sjálfstætt sambandsland. Fyrir norðan er [[Mecklenborg-Vorpommern]], fyrir norðvestan er [[Neðra-Saxland]], fyrir vestan er [[Saxland-Anhalt]] og fyrir sunnan er [[Saxland]]. Auk þess nær Brandenborg að [[Pólland]]i að austan. Íbúar eru tiltölulega fáir, aðeins 2,5 milljónir talsins. Margar ár og mikið votlendi eru einkennandi fyrir Brandenborg. Þar má helst nefna [[Saxelfur|Saxelfi]], [[Odra|Odru]], [[Havel]] og [[Spree]]. Fyrir vestan borgina Cottbus er eitt stærsta votlendissvæði Þýskalands, Spreewald. Borgir eru fáar og ekki mjög stórar. Höfuðborgin er Potsdam.
Brandenborg var sjálfstætt [[furstadæmi]], [[Markgreifadæmið Brandenborg]], frá 1157. [[1701]] gekk það í ríkjasamband við [[Hertogadæmið Prússland]] og myndaði [[Brandenborg-Prússland]] sem varð síðan kjarni [[Konungsríkið Prússland|konungsríkisins Prússlands]] og áhrifamesta ríkið í [[Þýska ríkjasambandið|Þýska ríkjasambandinu]].
 
== Fáni og skjaldarmerki ==
{{stubbur|landafræði}}
Fáni Brandenborgar eru tvær láréttar rendur, rauð að ofan og hvít að neðan. Fyrir miðju er [[skjaldarmerkið]], rauður örn á hvítum fleti. Örninn er tákn markarinnar (markgreifadæmisins Brandenborgar) og á uppruna sinn á [[12. öldin|12. öld]].
 
== Orðsifjar ==
Brandenburg hét áður ''Brandanburg'' og ''Brendanburg''. Ekki er með öllu ljóst hvaðan heitið á uppruna sinn, en líklegt þykir að það sé dregið af sögninni að brenna (á þýsku: ''brennen'' eða ''Brand''). Upphaf Brandenborgar er landnám Þjóðverja á 12. öld og þurftu þeir oftar en ekki að ryðja skóga. Við það ferli var oft notaður eldur. <ref>Geographische Namen in Deutschland, Duden, 1993, bls. 61.</ref>
 
== Söguágrip ==
Árið [[929]] lagði [[Hinrik I (HRR)|Hinrik I.]] keisari svæðið undir sig og gerði slava skattskylda sér. Nokkrir bæir mynduðust við það. En í slavauppreisninni miklu [[983]] náðu slavar að endurheimta allt sitt land á ný og myndaði fljótið Saxelfur náttúruleg landamæri milli Þjóðverja og slava. Þegar slavafurstinn Pribislaw dó barnlaus [[1150]], ánafnaði hann Þjóðverjanum Albrecht der Bär (''Albrecht björn'') allt landið. Albrecht varð þó að berjast gegn nokkrum slavneskum erfingjum, en [[1157]] náði hann að vinna landið. Þetta markar stofnun markgreifadæmisins Brandenborgar. Þýskt landnám hefst á ný og borgir eins Berlín myndast í kjölfarið. Margir slavar urðu þó eftir í landinu, aðallega vindar og sorbar. Afkomendur sorba eru enn til í dag og búa þeir suðaustast í Brandenborg og norðaustast í Saxlandi. Talið er að 20-30 þús manns á þessu svæði tali sorbnesku í dag, en tungumálið er verndað. Helstu valdaættir í Brandenborg urðu Askanier-ættin, en hún dó út [[1320]], og Hohenzollern-ættin. Eftir [[30 ára stríðið]] lá landið í rústum. Á [[17. öldin|17. öld]] sameinaðist markgreifadæmið Brandenborg og hertogadæmið [[Prússland]]. Úr því varð kjörfurstadæmi, þ.e. [[kjörfursti]]nn átti rétt á að mæta á furstafund og velja nýjan þýskan konung. Prússland varð að konungsríki [[1701]] og brátt varð það að stórveldi í [[Evrópu|Evrópu]]. Prússland barðist gegn [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]], en mátti síns lítils. Eftir fall Napoleons þandist Prússland út í vestur, en einnig í austur. [[1871]] varð Prússland að keisararíki og hélst það allt til loka [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjaldarinnar fyrri]], er keisarinn afþakkaði og fór í útlegð. Við lok [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjaldarinnar síðari]] var Berlín og Brandenborg skipt upp í tvö svæði. Brandenborg varð hluti af hernámssvæði [[Sovétríkin|Sovétmanna]], en Berlín var skipt upp í fjögur hernámssvæði. [[1949]] varð Brandenborg hluti af nýstofnuðu [[Alþýðulýðveldi Þýskalands]], ásamt Austur-Berlín. [[1952]] var Brandenborg skipt upp i þrjú héröð (Cottbus, Frankfurt a.d. Oder og Potsdam). En við sameiningu Þýskalands [[1990]] var skiptingin tekin til baka og Brandenborg varð til á ný. [[1996]] fór fram atkvæðagreiðsla í Brandenborg og í Berlín þess eðlis að sameina þessi tvö sambandslönd. Berlín samþykkti, en Brandenborg hafnaði. Tillagan var því felld.
 
== Borgir ==
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Ath.
|-
| 1 || [[Potsdam]] || 152 þús || Höfuðborg Brandenborgar
|-
| 2 || [[Cottbus]] || 101 þús ||
|-
| 3 || [[Brandenburg an der Havel]] || 72 þús ||
|-
| 4 || [[Frankfurt an der Oder]] || 61 þús ||
|-
| 5 || [[Eberswalde]] || 41 þús ||
|-
| 6 || [[Oranienburg]] || 41 þús ||
|}
 
== Tilvísanir ==
<references />
 
== Heimildir ==
{{wpheimild|tungumál=de|titill=Brandenburg|mánuðurskoðað=febrúar|árskoðað=2010}}
 
[[Flokkur:Fylki Þýskalands]]