Munur á milli breytinga „Ketill flatnefur“

ekkert breytingarágrip
m
'''Ketill flatnefur Bjarnarson''' var [[hersir]] í [[Noregur|Noregi]] á 9. öld. Faðir hans var Björn buna Grímsson, sonur Veðrar-Gríms hersis úr [[Sogn og Firðafylki|Sogni]] og er sagt í [[Landnámabók]] að frá Birni sé komið nær allt stórmenni á Íslandi. Kona hansBjörns hét Vélaug og áttu þau þrjá syni, Ketil, Hrapp, og Helga.
 
Kona Ketils var Yngvildur Ketilsdóttir og áttu þau synina [[Björn austræni Ketilsson|Björn austræna]] og [[Helgi bjóla Ketilsson|Helga bjólu]] og dæturnar [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Auði djúpúðgu]] og [[Þórunn hyrna|Þórunni hyrnu]] en einnig átti Ketill dótturina Jórunni manvitsbrekku. [[Haraldur hárfagri]] sendi að sögn Ketil til [[Suðureyjar|Suðureyja]] til að vinna þær aftur af Skotum og Írum, sem höfðu náð völdum í eyjunum á ný eftir að Haraldur hvarf heim til Noregs eftir frækilega herför. Ketill setti Björn son sinn yfir ríki sitt í Noregi og fór síðan og lagði undir sig allar Suðureyjar. Hann gerðist sjálfur höfðingi yfir eyjunum en galt Haraldi konungi enga skatta. Því reiddist konungur, tók undir sig eignir Ketils í Noregi og rak Björn son hans á brott.
51

breyting