Munur á milli breytinga „Helgi magri“

398 bæti fjarlægð ,  fyrir 11 árum
Tek aftur breytingu 820332 frá Masae (spjall)
(Tek aftur breytingu 819944 frá Bigfatpig (spjall))
(Tek aftur breytingu 820332 frá Masae (spjall))
'''Helgi magri Eyvindarson''' var íslenskur [[landnámsmaður]], sem nam land í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Hann var kristinn og bjó á [[Kristnes]]i.
 
Faðir hans var Eyvindur austmaður Bjarnarson en móðir hans Rafarta dóttir [[Kjarval Írakonungur|Kjarvals]] Írakonungs. Önnur dóttir Kjarvals var Kormlöð móðir Þorgríms Grímólfssonar sem var aftur bróðursonur Álfs egska frá Ögðum sem nam land við Varmá. Sonur Þorgríms var Eyvindur faðir Össurar er átti Beru dóttur [[Egill Skalla-Grímsson|Egils Grímssonar]]. Björgu systur Helga átti Úlfur skjálgi, sonur Högna hvíta. Úlfur nam Reykjanes milli Þorskafjarðar og Hafrafells. Jörundur Úlfsson var faðir [[Þjóðhildur Jörundsdóttir|Þjóðhildar]] er giftist [[Eiríkur rauði|Eíríki rauða]]. Samkvæmt [[Landnámabók]] fann annar niðji Úlfs, Ari Másson, landið [[Hvítramannaland]] og er þangað sex daga sigling í vestur frá [[Írland]]i og er það nálægt [[Vínland]]i; dvaldi Ari þar lengi.
 
Helgi var fæddur á Írlandi. Eyvindur og Rafarta létu Helga í fóstur í [[Suðureyjar|Suðureyjum]] þegar hann var barn að aldri en þegar þau komu að sækja hann tveimur vetrum seinna hafði hann verið sveltur svo að þau þekktu hann ekki. Eftir það var hann kallaður Helgi magri. Hann varð virðingarmaður mikill er hann fullorðnaðist. Hann kvæntist [[Þórunn hyrna|Þórunni hyrnu]], dóttur [[Ketill flatnefur|Ketils flatnefs]], og áttu þau mörg börn.
51

breyting