„Úlfur skjálgi Högnason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bigfatpig (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Bigfatpig (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Úlfur skjálgi Högnason''' var íslenskur [[landnámsmaður]] sem nam [[Reykjanes (Barðastrandarsýslu)|Reykjanes]] milli [[Þorskafjörður|Þorskafjarðar]] og Hafrafells. Hann er í [[Landnámabók|Landnámu]] sagður einn af ættgöfgustu landnámsmönnum í Vestfirðingafjórðungi; hann var af ætt [[Hörðaland|Hörðakonunga]], frændi [[Geirmundur heljarskinn Hjörsson|Geirmundar heljarskinns]] og kom í samfloti með honum til Íslands. Þeir komu í [[Breiðafjörður|Breiðafjörð]] og lögðu skipum sínum við [[Elliðaey (Breiðafirði)|Elliðaey]]. Þar fréttu þeir að sunnan fjarðar væri allt land numið. Geirmundur hélt þá inn að [[Skarðsströnd]] og nam þar land en Úlfur skjálgi til norðurs og nam Reykjanes. Úlfur átti Björgu dóttur Eyvindar austmanns systur Helga magra.
 
Einn sona Úlfs var Jörundur, faðir [[Þjóðhildur Jörundardóttir|Þjóðhildar]], konu [[Eiríkur rauði|Eiríks rauða]] og móður [[Leifur heppni|Leifs heppna]]. Kona Jörundar var dóttir Gjils er nam Gjilsfjörð.
 
Annar var Atli rauði er átti Þorbjörqu dóttur Steinólfs lága. Sonur þeirra var Már á hómum er átti Þórkötlu dóttur Hergils hnappras. Sonur þeirra Ari er sigldi til hvítramannalands sem var sunnan vínlands.