Munur á milli breytinga „Hávarðar saga Ísfirðings“

ekkert breytingarágrip
Foreldrum hans varð mikið um og lagðist Hávarður í rekkju en Bjargey eggjaði hann til að fara og krefjast bóta fyrir víg sonarins. Hann fór þá til Þorbjarnar, sem bauð honum afgamlan klár í sonarbætur. Hávarður fór þá heim og lá tólf mánuði í rekkju. En næsta sumar segir Bjargey Hávarði að ríða til þings og krefjast bóta. Hávarður fékk liðsinni [[Gestur Oddleifsson|Gest spaka Oddleifssonar]] og Steinþórs á Eyri og gerðu þeir sætt en Þorbjörn ónýtti hana.
 
Þá leitaði Bjargey til bræðra sinna er hétu Valbrandur, Ásbrandur og Þorbrandur, og fékk syni þeirra til liðs við Hávarð. Fóru þeir saman að Þorbirni og drápu hann og menn hans. Gestur Oddleifsson gerði sætt um vígin og voru systursynir BjarkeyjarBjargeyjar gerðir útlægir í nokkur ár en Hávarði var gert að flytja af Vestfjörðum og flutti hann sig þá í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og settist þar að.
 
[[Flokkur:Íslendingasögur]]
51

breyting