Munur á milli breytinga „Hergilsey“

73 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
ekkert breytingarágrip
'''Hergilsey''' er eyja fremur norðarlega í [[Breiðafjörður|Breiðafirði]]. Að sögn Landnámu heitir hún eftir Hergils hnapprass sem þar bjó. Faðir hans var [[Þrándur mjóbeinn]], sem kom til Íslands með [[Geirmundur heljarskinn Hjörsson|Geirmundi heljarskinni]], nam hluta [[Breiðafjarðareyjar|Breiðafjarðareyja]] og bjó í [[Flatey á Breiðafirði|Flatey]]. Kona hans var dóttir [[Gils skeiðarnef]]s, landnámsmanns í [[Gilsfjörður|Gilsfirði]]. Sonur Hergils var Ingjaldur, sem kemur við [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]]. Kona Hergils var Þórarna dóttir Kjetil ilbreiðs Þorbjarnar tálkna.
 
Heimildir benda til þess að eyjan hafi ýmist verið byggð eða í eyði fram eftir öldum en árið [[1783]] flutti maður að nafni Eggert Ólafsson þangað og tókst að byggja Hergilsey svo upp að átján árum síðar bjuggu þar 60 manns. Eyjan er ekki stór en henni fylgja mikil hlunnindi, eggjatekja, fuglatekja, selveiði og fleira og þaðan er stutt á góð fiskimið. Seinna bjó þar Snæbjörn Kristjánsson ([[1854]] - [[1938]]), landskunnur sjósóknari og héraðshöfðingi og gaf hann út ævisögu sína, ''Sögu Snæbjarnar í Hergilsey'', sem þykir einkar góð heimild um mannlíf og búskaparhætti í Breiðafjarðareyjum. Hergilsey fór í eyði [[1946]].
51

breyting