„Tamílskt ritmál“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ritung (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
innri tenglar í meginmáli o.fl.
Lína 14:
[[Mynd:Tamilalphabet.jpg|thumb|skilti með tamílskri skrift]]
[[Mynd:Tamil-Palm-1.JPG|thumb|pálmalauf með tamílskri skrift]]
 
'''Tamílska ritmálið''' ([[tamílska]]: தமிழ் அரிச்சுவடி, tamílskt „stafróf“) er ritmál notað til að skrifa [[tamílska|tamílsku]] og einnig önnur minna útbreidd tungumál, svo sem; [[Badaga]], [[Irulas]] og [[Paniya]]. Einnig notað af Tamílum við ritun á [[sanskrít]].
 
Lína 22 ⟶ 21:
Nútíma tamílska er þó ekki í beinu sambandi við Tamil-Brahmi. Skriftin í þessum áletrunum er almennt þekkt sem Brahmi Tamil eða Tamili skrift og er að mörgu leyti ólík hinni venjulegu Asokan Brahmi. Til dæmis hefur eldri Brahmi Tamil kerfi til að greina á milli hreinna samhljóða ('m' í þessu tilviki) og samhljóða bundnum sérhljóða ('ma' í þessu tilviki). Þar að auki notaði hin eldri Brahmi Tamil sem var með örlítið annars konar tákn fyrir sérhljóðin, sérstök tákn fyrir þá stafi sem ekki voru í sanskrít og skildi útundan þá stafi sem táknuðu hljóð sem ekki voru til í Tamil, eins og raddaða samhljóða og hljóðlaus blásturs hljóð (sbr. 'h' í íslensku).
 
Áletranir frá [[2. öld e. Kr.]] nota síðari gerð af Brahmi Tamílskri skrift, sem er svipar áþreifanlega til ritkerfisins sem lýst er í [http://en.wikipedia.org/wiki/Tolkappiyam [Tolkappiyam]], sem er forn tamílsk málfræði. Áberandi er að þau nota ''puḷḷi'' til að bæla niður raddaðan sérhljóða. Tamílsku bókstafirnir þróuðust þaðan í frá í meira rúnað form og þegar komið er fram á fimmtu eða sjöttu öld e. Kr. eru þeir komnir í það form sem kallast forn vaṭṭeḻuttu. Nútíma tamíl-ritrófið er þó ekki komin frá þeirri skrift. Á [[7. öld]] bjó Pallava ættin til nýtt ritróf fyrir tamílsku. Hið nýja ritróf var mótað með einföldun á Grantha-ritrófi (sem þróaðist frá Suður-Brahmi) auk viðbættum þeim bókstöfum úr vaṭṭeḻuttu sem táknuðu þau hljóð sem ekki voru í Sanskrít. Þegar á [[8. öld]] var komið tók þessi skrift yfir vaṭṭeḻuttu sem fyrir var í konungsríkjunum [[Chola]] og [[Pallavea]] sem lágu í norðurhluta Tamíl-talandi svæðisins. Vaṭṭeḻuttu var áfram notað í suður hluta Tamíl-talandi svæðisins, í konungsríkjunum [[Chera]] og [[Pandyan]] allt fram á [[11. öld]], þegar Chola yfirtók konungsríkið Pandyan.
 
Á næstu öldum þróast Chola-Pallava ritrófið yfir í nútíma Tamil skriftina. Það að einna helst pálmalauf voru notuð til að rita á, breytti skriftinni. Skrifarin þurfti að fara varlega þegar hann skrifaði á laufið til að gera ekki gat á laufið því lauf með gati eða rifu var mikið líklegra til að rifna alveg og eyddist fyrr. Þar af leiðandi varð notkun puḷḷi til að einkenna „hreina“ samhljóða sjaldgæf og þeir þá skrifaðir á sama hátt og ef hljóðlaus sérhljóði væri með. Á svipaðan hátt var sérhljóðatákninu fyrir kuṟṟiyal ukaram, hálf-rúnað u sem kemur fyrir í enda sumra orða og í miðju sumra samsetra orða, skipt út fyrir einfalt u. Puḷḷi kom ekki fram aftur fyrr en með prentlistinni, en kuṟṟiyal ukaram var aldrei aftur tekið í notkun sem tákn þó svo að það gegni veigamiklu hlutverki í tamílskum talanda.
Lína 1.118 ⟶ 1.117:
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
 
== Aukaefni ==
[http://www.indax.com/tamil.html Hentug síða fyrir ferðamanninn]
[http://www.youtube.com/watch?v=emDN8jNEv7E Svona hljómar Tamil]
[http://www.wazu.jp/gallery/Test_Tamil.html Tamil letur]
 
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Tamil script|mánuðurskoðað = 8. febrúar|árskoðað = 2010}}
 
== AukaefniTenglar ==
* [http://www.indax.com/tamil.html Hentug síða fyrir ferðamanninn]
* [http://www.youtube.com/watch?v=emDN8jNEv7E Svona hljómar Tamil]
* [http://www.wazu.jp/gallery/Test_Tamil.html Tamil letur]