„Mont Pèlerin Society“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
[[Mynd:Hayek_and_Popper.jpg|thumb|right|300px|Hayek og Popper, tveir stofnendur Mont Pèlerin Society]]
 
Þau voru stofnuð í apríl [[1947]] í [[Sviss]], þegar 47 menntamenn komu þar saman, en austurrísk-breski hagfræðingurinn [[Friedrich A. von Hayek]] hafði boðið þeim þangað. Á meðal fundarmanna voru [[Frank H. Knight]], sem var áhrifamestur [[Chicago-hagfræðingarnir|Chicago-hagfræðinganna]] svonefndu á öndverðri öldinni, [[Ludwig von Mises]], einn aðalleiðtogi [[Austurrísku hagfræðingarnir|austurrísku hagfræðinganna]] svonefndu, heimspekingarnir [[Karl Popper|Karl R. Popper]], [[Michael Polanyi]] og [[Bertrand de Jouvenel]], hagfræðingarnir [[Luigi Einaudi]], forseti Ítalíu, [[Jacques Rueff]], einn aðalráðgjafi [[Charles de Gaulle|de Gaulles]], hershöfðingja og síðar forseta Frakklands, [[Wilhelm Röpke]], sem var áhrifamikill í Vestur-Þýskalandi eftir stríð, og hagfræðingarnir [[Friedrich von Hayek|von Hayek]], [[Maurice Allais]], [[Milton Friedman]] og [[George J. Stigler]], sem allir áttu eftir að hljóta Nóbelsverðlaun í [[hagfræði]]. Stofnendur samtakanna samþykktu í fundarlok ávarp, þar sem lýst var áhyggjum af vaxandi ríkisvaldi og minnkandi einstaklingsfrelsi á Vesturlöndum. Ýmsir frjálslyndir menntamenn vildu þó ekki ganga í samtökin, þar sem þeir töldu Hayek og félaga hans halda of fast í hina klassísku frjálshyggju 18. og 19. aldar, sem væri orðin úrelt. Þeirra á meðal voru sænski stjórnmálaheimspekingurinn [[Herbert Tingsten]], þótt hann sæti stofnfundinn, landi hans, hagfræðingurinn [[Bertil Ohlin]] og franski félagsfræðingurinn [[Raymond Aron]], þótt hann héldi að vísu seinna erindi á einum fundi samtakanna.
 
Á meðal félaga í samtökunum hafa verið [[Ludwig Erhard]], kanslari Þýska sambandslýðveldisins, [[Otto von Habsburg]], sonur síðasta austurríska keisarans, [[Arthur Burns]], aðalseðlabankastjóri [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]], [[William E. Simon]] og [[George Shultz]], sem báðir hafa verið fjármálaráðherrar [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] (og Shultz einnig utanríkisráðherra), [[Vaclav Klaus]], forseti Tékkneska lýðveldisins, [[Antonio Martino]], varnarmálaráðherra [[Ítalía|Ítalíu]], og Nóbelsverðlaunahafarnir [[Gary Becker]], [[James M. Buchanan]], [[Ronald Coase]] og [[Vernon Smith]]. Einn íslenskur félagi er í samtökunum, [[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]], prófessor, og sat hann í stjórn þeirra 1998-2004.