„Haraldur harðráði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ptbotgourou (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Sumarið 1066 hugði Haraldur á landvinninga í Englandi. Hann gerði bandalag við [[Tósti jarl|Tósta jarl]], útlægan bróður [[Haraldur Guðinason|Haraldar Guðinasonar]] Englandskonungs, sigldi frá Noregi með 300 skip og tók land á Norður-Englandi. Haraldur Englandskonungur fór á móti honum og háðu þeir mikla orrustu við Stafnfurðubryggju, ekki langt frá [[Jórvík]], þann 25. september, sem lauk með því að Haraldur harðráði féll ásamt stórum hluta manna sinna.
 
Haraldur kvæntist fyrst Ellisif, dóttir [[Jarisleifur konungur í Kænugarði|Jarisleifs]] konungs í [[Kænugarður|Kænugarði]] (Elisaveta Jaroslavna af Kiev) og átti með henni dæturnar Maríu og Ingigerði, en fyrri maður hennar var [[Ólafur hungur]] Danakonungur og sá seinni [[Filippus Svíakonungur]]. Eftir að Haraldur kom til Noregs með Ellisif kvæntist hann einnig Þóru Þorbergsdóttur frá Giska og átti því tvær konur samtímis. Með Þóru átti hann synina [[Magnús Haraldsson (konungur)|Magnús]] og [[Ólafur kyrri|Ólaf kyrra]], sem báðir urðu Noregskonungar. Eftir fall Haraldar giftist Þóra Sveini Ástríðarsyni Danakonungi.
 
== Heimildir ==