„Melavöllurinn“: Munur á milli breytinga

Engin breyting á stærð ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: fr:Melavöllur)
Ekkert breytingarágrip
[[1926]] fauk nánast öll girðingin í kringum völlinn í ofsaveðri og var þá ákveðið að gera nýjan, betur útbúinn völl á sama stað en sem lægi meðfram Suðurgötu. Þessi völlur var girtur með bárujárni líkt og sá fyrri. Á þeim árum var gríðarleg íþróttastarfsemi í nágrenni Melavallar annars staðar á Melunum og íþróttamannvirkin náðu alls yfir 7,5 hektara svæði.
 
[[1935]] var nýtt íþróttasvæði skipulagt í [[Nauthólsvík]] og voru Melarnir þá skipulagðir undir íbúðir og skóla. [[1959]] var síðan [[Laugardalsvöllurinn]] opnaður og þar með var helsta hlutverki Melavallar lokið. Völlurinn þjónaði þó áfram margvíslegu hlutverki og var meðal annars nýttur sem [[skautasvell]] á vetrum. Völlurinn var ekki formlega lagður niður fyrr en árið [[1984]] þegar [[flóðljós]] vallarins voru flutt í [[Laugardalur|Laugardalinn]] sem þá hafði tekið í notkun nýjan [[gerfigrasgervigras]]völl.
 
[[1982]] voru frægir [[pönk]]tónleikar, [[Melarokk]], haldnir á vellinum.
Óskráður notandi