Munur á milli breytinga „Læknisfræði“

ekkert breytingarágrip
<onlyinclude>
[[Mynd:Landakot_1900.jpg|thumb|right|Sjúklingar á [[Landakot]]i árið 1900.]]
 
'''Læknisfræði''' er sú fræðigrein sem fjallar um lækningar og viðbrögð við [[sjúkdómur|sjúkdómum]]. Í víðum skilningi orðsins eru nokkrar starfsstéttir sem starfa að lækningum, svo sem [[læknir|læknar]], [[hjúkrunarfræðingur|hjúkrunarfræðingar]], [[lyfjafræðingur|lyfjafræðingar]] og [[sjúkraþjálfi|sjúkraþjálfar]]. Oft er orðið þó notað til að fjalla sérstaklega um þann þátt lækninga sem er á herðum lækna.</onlyinclude>
 
Elstu heimildir um lækningar fjalla um notkun á ýmsum plöntum og líffærum dýra til að lina þjáningar og bæta líðan. Oft á tíðum voru þessi not nátengd [[galdur|göldrum]], eins og orðið [[galdralæknir]] gefur til kynna. Smátt og smátt þróaðist læknisfræðin og aðferðir lækna þróuðust í átt að hinni [[vísindaleg aðferð|vísindalegu aðferð]]. Það olli kaflaskilum í þróun læknisfræðinnar þegar menn uppgötvuðu að [[gerill|gerlar]] orsökuðu sjúkdóma og tóku að nota [[sótthreinsun]] í skurðaðgerðum, við barnsburð og fleiri tilefni þar sem hætta á [[sýking]]u er mikil.
[[Penisillín]] og fleiri [[sýklalyf]] gerðu síðan meðferð [[smitsjúkdómur|smitsjúkdóma]] miklum mun skilvirkari og björguðu mörgum mannslífum. Nýlegar framfarir í læknisfræði hafa í auknum mæli byggst á notkun [[erfðafræði]].
 
== Tengt efni ==
{{stubbur|heilsa}}
 
* [[Uppskurður]]
{{Tengill ÚG|id}}
 
{{stubbur|heilsa}}
 
[[Flokkur:Læknisfræði]]
 
{{Tengill ÚG|id}}
 
[[af:Geneeskunde]]
18.177

breytingar