„Solveig Björnsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Solveig ólst upp hjá foreldrum sínum á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði á Skarðsströnd]] en bjó í mörg ár á [[Hóll í Bolungarvík|Hóli]] í [[Bolungarvík]] með Jóni Þorlákssyni og var hann kallaður ráðsmaður hennar. Þau máttu ekki giftast en áttu ein sex börn saman. Jón var mikilvirkur skrifari, talinn hinn besti á Vesturlandi, og er sögð sú saga að þegar hann dó stirðnuðu ekki þrír fingur á hægri hendi, þeir sem hann hafði notað til að halda um pennann. Var þá pennastöng látin milli fingranna og skrifuðu fingurnir þá: „Gratia plena, Dominus tecum.“
 
Eftir lát Jóns giftist Solveig [[Páll Jónsson (lögmaður á Skarði)|Páli Jónssyni]] lögmanni og var hún síðari kona hans. Þau bjuggu á Skarði og eignuðust tvo syni en annar dó ungur. Þau voru [[fjórmenningar]] og þurftu því [[páfaleyfi]] til að mega giftast. [[Magnús Eyjólfsson]] [[Skálholtsbiskup]] vildi þó ekki viðurkenna að hjónaband þeirra væri gilt og eftir að Solveig dó [[1495]] og Páll var drepinn ári síðar upphófust miklar deilur um hvort synir þeirra skyldu teljast skilgetnir og arfgengir. Áður höfðu orðið deilur um erfðarétt barna [[Þorleifur Björnsson|Þorleifs]] bróður Solveigar því að Þorleifur og kona hans voru einnig fjórmenningar en höfðu fengið páfaleyfi til giftingar. Á endanum fór þó svo að [[Þorleifur Pálsson (lögmaður)|Þorleifur Pálsson]], sonur Solveigar og Páls, erfði Skarðseignir.
 
== Heimildir ==