„Frúarkirkjan í Ágsborg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
 
Gessi (spjall | framlög)
Lína 11:
 
=== Bronsdyrnar ===
Aðaldyr kirkjunnar eru úr bronsi og eru meðal merkustu bronsdyra í rómönskum stíl í [[Evrópa|Evrópu]]. Hurðarvængirnar eru tveir og eru þeir misstórir. Þeir voru búnir til 1065 og eru næstelstu bronshurðir Þýskalands. Hvor um sig eru þær bræddar saman úr rúmlega 30 minni plötum með kristilegu myndefni. Dyrnar voru teknar af árið [[2002]] voruog hreinsaðar, enda orðnar sótugar eftir tæp 1000 ár. Þær voru settar á aftur [[2004]].
 
=== Maríukapellan ===
Maríukapellan í Frúarkirkjunni var ekki smíðuð fyrr en [[1720]]-[[1721|21]], sem er óvenjulegt, þar sem lúterska kirkjan er varla með nokkura Maríudýrkun. Altarið er frá [[11. öldin|11. öld]], frá því er kirkjan sjálf var byggð. Hjarta kapellunnar er hin mikla altaristafla sem stendur á súlum. Hún skartar styttu af [[María mey|Maríu mey]] og ýmsu öðru skrauti. Styttan af Maríu er úr sandsteini. Maríukapellan er eini hluti kirkjunnar sem varð fyrir skemmdum í loftárásum [[1944]]. Lokað var fyrir rýmið í nokkra áratugi, en [[1987]]-[[1988|88]] var Maríukapellan loks gerð upp. Veggmyndirnar eru því eftirlíkingar.
 
== Heimildir ==