„Hrafn Bótólfsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Hrafn bjó í Lönguhlíð í Hörgárdal (þar sem [[Önundur Þorkelsson]] bjó á [[söguöld]] og var brenndur inni af [[Guðmundur dýri Þorvaldsson|Guðmundi dýra]]). Kona Hrafns var Ingibjörg, dóttir [[Þorsteinn Eyjólfsson|Þorsteins Eyjólfssonar]] hirðstjóra og lögmanns á [[Urðir|Urðum]]. Seint um haustið 1390 (sumar heimildir segja þó 1389) voru geysilegar rigningar og skriðuföll norðanlands. Fimmtudagskvöldið 17. nóvember gerðist það í Lönguhlíð að jörðin sprakk í sundur, vatn kom upp í stofunni og bærinn og kirkjan grófust í aur. Hjónin fórust bæði í skriðunni ásamt tveimur börnum sínum. Lík húsfreyjunnar fannst daginn eftir en lík Hrafns ekki fyrr en ári seinna og var það þá flutt að [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]] og þar var Hrafn grafinn hjá [[Smiður Andrésson|Smið Andréssyni]] frænda sínum.
 
Steinunn dóttir þeirra hjónanna var gift og farin að heiman þegar skriðan féll. Árið [[1406]] var Steinunn stödd í [[Noregur|Noregi]] ásamt seinni manni sínum, Þorgrími Sölvasyni. Þau tóku sér far til Íslands með skipi ásamt fleiri Íslendingum. Skipið hraktist til [[Grænland]]s og þar voru þau föst í fjögur ár. Þar tókst Kolgrími nokkrum að komast yfir Steinunni með [[galdur|göldrum]] og var hann brenndur á báli en Steinunn náði sér aldreiekki aftur eftir þessa lífsreynslu og dó á Grænlandi.
 
== Heimildir ==
* ''[[Safn til sögu Íslands]]''. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
 
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
fyrir=[[Þorsteinn Eyjólfsson]] |
titill=[[Lögmenn norðan og vestan|Lögmaður norðan og vestan]] |
frá=[[1381]] |
til=[[1590]] |
eftir=[[Þorsteinn Eyjólfsson]]
}}
 
[[Flokkur:Lögmenn á Íslandi]]