„Valerius Maximus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ný síða: '''Valerius Maximus''' var rómverskur rithöfundur og sagnaritari. Hann var að störfum í valdatíð Tiberiusar keisara. Lítið sem ekkert er vitað um ævi Valer...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 30. janúar 2010 kl. 04:33

Valerius Maximus var rómverskur rithöfundur og sagnaritari. Hann var að störfum í valdatíð Tiberiusar keisara.

Lítið sem ekkert er vitað um ævi Valeriusar Maximusar annað en að fjölskylda hans var fátæk og að hann átti allt sitt að þakka Sextusi Pompeiusi (ræðismaður árið 14), skattlandsstjóra í Asiu, en Valerius fylgdi honum þangað árið 27.

Stílbrögð Valeriusar bera mikinn keim af mælskulist en Valerius segir reyndar sjálfur í formála bókar sinnar að henni sé ætlað að þjóna sem sagnfræðigrunnur í menntun mælsumanna, svo að nemendur læri að skreyta ræður sínar með skírskotunum til sögunnar.

Helstu heimildir Valeriusar eru rit Ciceros, Liviusar, Sallustiusar og Pompeiusar Trogusar en einkum þeir tveir fyrstnefndu. Valerius þykir ekki gagnrýninn á heimildir sínar og virðist stundum misskilja þær eða jafnvel vera í mótsögn við sjálfan sig.

Ítarefni

  • Bloomer, W. Martin. Valerius Maximus and the Rhetoric of the New Nobility. (University of North Carolina Press: Chapel Hill, 1992).
  • Mueller, Hans-Friedrich. Roman Religion in Valerius Maximus. (Routledge: London, 2002).
  • Skidmore, Clive. Practical Ethics for Roman Gentlemen: the Work of Valerius Maximus. (University of Exeter Press: Exeter, 1996).