„Vilhjálmur Árnason (heimspekingur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Vilhjálmur Árnason''' ([[fæðing|fæddur]] [[6. janúar]] [[1953]] í [[Neskaupstaður|Neskaupstað]] á [[Ísland]]i) er [[Ísland|íslenskur]] [[Heimspeki|heimspekingur]] og [[prófessor]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
 
Vilhjálmur lauk [[stúdentspróf]]i frá [[Menntaskólinn á LaugavatniLaugarvatni|Menntaskólanum á Laugarvatni]] árið [[1973]], [[B.A.]]-gráðu í [[heimspeki]] og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið [[1978]] og hlaut kennsluréttindi árið [[1979]]. Að loknu námi við Háskóla Íslands hélt Vilhjálmur utan í nám. Hann hlaut [[M.A.]]-gráðu í heimspeki frá [[Purdue University|Purdue]] háskóla í [[Indiana|Indiana]] fylki í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið [[1980]] og [[Ph.D.]]-gráðu frá sama skóla árið [[1982]]. Hann var [Alexander von HumboldHumboldt] styrkþegi í [Berlín] árið 1993.
 
[[Vetur]]inn [[1976]]-[[1977]] kenndi Vilhjálmur íslensku við [[Gagnfræðaskólinn á NeskaupsstaðNeskaupstað|Gagnfræðaskólann í Neskaupstað]]. Hann var [[stundakennari]] í heimspeki við [[Menntaskólinn við Sund|Menntaskólann við Sund]] veturinn 1977-[[1978]] og var auk þess leiðbeinandi í heimspekilegum forspjallsvísindum við Háskóla Íslands. Á árunum [[1983]]-[[1988]] var Vilhjálmur stundakennari í heimspeki við Heimspekideild, Guðfræðideild og Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann varð [[lektor]] í heimspeki við sama skóla árið [[1989]], dósent árið [[1990]] og prófessor árið [[1996]]. Vilhjálmur er Visiting fellow við Clare Hall í Cambridge á Englandi á vormisseri 2006.
 
Vilhjálmur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var formaður [[Siðaráð Landlæknis|Siðaráðs Landlæknis]] árin [[1998]]-[[2000]] og hefur verið formaður stjórnar [[Siðfræðistofnun Háskóla Íslands|Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands]] frá árinu [[1997]]. Vilhjálmur var varaformaður stjórnar [[Mannréttindastofnun Háskóla Íslands|Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands]] árin [[1995]]-[[1997]]. Hann er fulltrúi hugvísindasviðs í háskólaráði Háskóla Íslands.
 
Vilhjálmur var [[ritstjóri]] [[Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags|Lærdómsrita]] [[Hið íslenska bókmenntafélag|Hins íslenska bókmenntafélags]] frá 1997-[[2003]] (ásamt [[Ólafur Páll Jónsson|Ólafi Páli Jónssyni]] frá [[2002]]) og ritstjóri ''[[Skírnir, tímarit Hins íslenska bókmenntafélags|Skírnis]]'' árin [[1987]]-[[1994]] (ásamt Ástráði Eysteinssyni frá [[1989]]).
 
Vilhjálmur fæst einkum við siðfræði, bæði [[Hagnýtt siðfræði|fræðilega og hagnýtta siðfræði]. Hann hefur birt fræðilegar greinar um þau efni víða, bæði á íslensku og erlendum málum. Bók hans „Siðfræði lífs og dauða“ var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Forseta Íslands árið 1993. Hún var gefin út aukin og endurbætt 2003 og kom út í þýskri þýðingu 2005 hjá [LIT–Verlag] undir heitinu „Dialog und Menschenwürde. Ethik im Gesundheitswesen“.
 
== Helstu ritverk ==