„Oddur Gottskálksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Hann mun einkum hafa stuðst við þýska þýðingu Lúters frá um 1530 en einnig latneskar þýðingar. Hafði hann lokið við þýðingu Mattheusarguðspjalls þegar Gissur Einarsson tók við biskupsstólnum en eftir það gekk verkið betur, enda hefur hann þá ekki þurft að hírast í fjósinu. Hann hélt svo til [[Danmörk|Danmerkur]] þar sem hann lauk við þýðinguna og fékk leyfi [[Kristján 3.|konungs]] til að prenta hana. Prentuninni lauk [[12. apríl]] [[1540]]. [[Nýja testamentisþýðing Odds]] er fyrsta bókin sem prentuð var á [[íslenska|íslensku]].
 
Oddur þykir hafa unnið stórvirki með þýðingu sinni, sem seinna var tekin nær óbreytt inn í [[Guðbrandsbiblía|Guðbrandsbiblíu]] og hefur líklega haft veruleg áhrif á þróun íslenskrar tungu. Stíllinn þykir lipur og þjáll, orðaforðinn auðugur og málfarið ótrúlega gott, ekki síst miðað við það að Oddur ólst að mestu leyti upp erlendis. Hann hafði að sjálfsögðu heldur engar orðabækur eða önnur hjálpartæki að styðjast við. Oddur hélt svo áfram að þýða aðra trúarlega texta og var sumt af því prentað. Nýja testamenti Odds kom þó ekki út aftur sem sjálfstætt rit fyrr en [[1988]].
 
[[Poul Huitfeldt|Páll Hvítfeldur]] hirðstjóri setti [[Ormur Sturluson|Orm Sturluson]] af sem lögmann [[1552]] og var Oddur kjörinn lögmaður norðan lands og vestan í hans stað en er þó ekki talinn hafa tekið við embættinu fyrr en [[1554]]. Hann bjó fyrst á [[Reykir (Ölfusi)|Reykjum]] í [[Ölfus]]i en síðast á [[Reynistaður|Reynistað]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Þegar Oddur var á leið til [[Alþingi]]s snemma sumars [[1556]] var hann nærri drukknaður á Norðlingavaði í [[Laxá í Kjós]], komst þó á land en dó næstu nótt.