Munur á milli breytinga „Eggert Hannesson“

m
ekkert breytingarágrip
m
Eggert var sveinn [[Ögmundur Pálsson|Ögmundar Pálssonar]] biskups þegar hann var ungur og mun hafa verið í Þýskalandi og Noregi í erindum hans á árunum [[1538]]-[[1539]] og ef til vil lengur. Síðar var hann í þjónustu Gissurar Einarssonar og fór með honum utan í vígsluferðina. Hann varð sýslumaður á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] um [[1544]] og bjó fyrst á Núpi. Hann var [[hirðstjóri]] [[1551]]-[[1553]] og síðan lögmaður sunnan og austan til 1556, norðan og vestan [[1556]]-[[1558]] og eftir það sýslumaður og umboðsmaður [[Helgafellsklaustur]]sjarða.
 
Eggert var hinn auðugasti maður á Íslandi um sína daga og jafnframt sá voldugasti. Hann var talinn harðsnúinn og fylginn sér, enda stóð hann oft í miklu málavafstri, lögvitur og héraðsríkur. Eitt sinn meðan Eggert bjó í Saurbæ var honum rænt af enskum sævíkingum og [[fálkafangari | fálkaföngurum]] og héldu þeir honum heilan mánuð úti á [[skip]]i, en slepptu síðan gegn háu [[lausnargjald]]i. Eggert fluttist síðan alfarinn til [[Hamborg]]ar 1580 og dó þar, að sagt var af völdum drykkjuskapar.
 
Fyrri kona Eggerts var Sesselja Jónsdóttir en síðar kvæntist hann Steinunni Jónsdóttur, sem verið hafði fylgikona séra [[Björn Jónsson á Melstað|Björns Jónssonar]] á [[Melstaður|Melstað]], sem höggvinn var með föður sínum og bróður í [[Skálholt]]i [[1550]]. Eggert átti að ýmsu við barnaólán að stríða. Launsonur hans, Björn, fórst af [[voðaskot]]i, sonur þeirra Sesselju, Þorleifur, týndist í hafi og sá þriðji, Jón murti, drap mann í [[Síðumúli (Borgarfirði)|Síðumúla]] og varð að flýja land. Sagt er að frá Jóni séu ættir komnar í Hamborg. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1827253 Gjöf mín til Íslands; grein í Morgunblaðinu 1995]</ref> Dóttir Eggerts og Sesselju, Ragnheiður, komst aftur á móti á tíræðisaldur (f. 1550, d. 1542). Hún giftist [[Magnús Jónsson prúði|Magnúsi prúða Jónssyni]], sýslumanni í Ögri og síðar í Saurbæ, og áttu þau fjölda barna.
 
[[Flokkur:Hirðstjórar á Íslandi]]
[[Flokkur:ÍslenskirLögmenn lögmenná Íslandi]]
{{fd|1515|1583}}