„Stjórnlagaþing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fa:مجلس مؤسسان
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Í [[lögfræði]] er talað um að ''stjórnarskrárgjafinn'' setji stjórnskipunarlög (þ.e. stjórnarskrána) en slíkt er ekki á færi löggjafarvaldsins, framkvæmdarvaldsins eða dómsvaldsins. Væri stjórnlagaþing dæmi um slíkan stjórnarskrárgjafa.
 
Stjórnlagaþing hefur aldrei verið haldið á [[Ísland]]i, en slíkar samkomur hafa þekkst í öðrum löndum. Þannig má nefna að [[1848]] var kosið til stjórnlagaþings í [[Danmörk]]u og var útkoma þeirrar vinnu stjórnarskrá, sem afnam einræði í Danmörku og kom á [[Þingbundin konungsstjórn|þingbundinni konungsstjórn]], [[Stjórnlagaþing Ítalíu]] var boðað 1946 til að setja landinu nýja stjórnarskrá eftir afnám [[flokksræði]]s [[fasismi|fasista]] og þannig mætti áfram telja.
 
Að öðrum stjórnlagaþingum ólöstuðum var frægasta stjórnlagaþing sögunnar haldið í [[Philadelphia|Fíladelfíu]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] á tímabilinu [[25. maí]] til [[17. september]] [[1787]]. Telja margir þetta stjórnlagaþing einn merkasta viðburðinn í sögu Bandaríkjanna. Hittust þar 55 fulltrúar fylkjanna en meðal fulltrúanna voru margir af helstu hugsuðum samtímans, til dæmis [[James Madison]], [[George Washington]] og [[Benjamin Franklin]]. Tilgangur þingsins var upphaflega að breyta eldri stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í raun var þó ásetningur margra frá byrjun að skrifa alveg nýja stjórnarskrá og höfðu þeir að lokum ofan á. Er sú stjórnarskrá í gildi enn í dag sem stjórnarskrá Bandaríkjanna.