„Magnús Jónsson (f. 1919)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hreingera}}
''Magnús Jónsson frá Mel'' Fæddist á Torfmýri í Akrahreppi 7. sept. 1919, dó 13. jan. 1984. Hann lauk Stúdentsprófi frá MA 1940 og Lögfræðiprófi frá HÍ 1946. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1953— 1960. Bankastjóri Búnaðarbankans 1961—1965 og að nýju frá 1971 til æviloka. Fjármálaráðherra 8. maí 1965 - 14. júlí 1971.
Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1949—1955. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1949—1955 og frá 1961. Í raforkuráði, síðar orkuráði 1954—1975, formaður þess frá 1962. Í áfengisvarnaráði 1954—1967. Formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu 1955—1957. Kosinn 1955 í atvinnumálanefnd ríkisins og 1956 í milliliðagróðanefnd. Í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959—1962, formaður nefndarinnar. Í flugráði 1960—1963. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1961, 1964 og 1972. Skip. 1961 í endurskoðunarnefnd laga um stofnlán landbúnaðarins, 1962 í nefnd til þess að athuga um stofnun lífeyrissjóðs fyrir bændur. Í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962—1971, formaður stjórnarinnar. Formaður stjórnar stúdentagarðanna 1963—1965. Í stóriðjunefnd 1963—1965. Kosinn 1964 í áfengismálanefnd, formaður nefndarinnar. Stjórnarformaður framleiðsluráðs kísilgúrverksmiðjunnar 1967—1971 og formaður stjórnar Kísiliðjunnar hf. frá 1971. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972—1974. Skip. 1972 í nefnd til að endurskoða bankakerfið og í endurskoðunarnefnd laga um stofnlánadeild landbúnaðarins o. fl. Átti sæti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1973. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1973—1974.