„Umboðsmaður Alþingis“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Umboðsmaður Alþingis''' er eftirlitsaðili sem hefur eftirlit með [[stjórnsýsla|stjórnsýslu]] [[íslenska ríkið|íslenska ríkisins]] og [[íslensk sveitarfélög|sveitarfélaga]] í umboði [[Alþingi]]s. Hann hefur ekki eftirlit með Alþingi sjálfu eða stofnunum þess og ekki dómstólum. Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að réttindi borgaranna gagnvart stjórnsýslunni séu virt og að [[jafnræðisreglan]] sé höfð í heiðri. Umboðsmaður bregst við skriflegum kvörtunum sem berast til embættisins, en hann getur líka tekið upp hjá sjálfum sér að fjalla um einstök mál. Önnur eftirlitsstofnun starfar á vegum Alþingis en það er [[Ríkisendurskoðun]].
 
Embætti umboðsmanns Alþingis var búið til með lögum nr. 13/[[1987]], en víkkað út til að ná einnig til sveitarstjórna með lögum nr. 85/[[1997]]. Lögum um umboðsmann Alþingis var breytt með lögum um [[rannsóknarnefnd Alþingis]] vegna [[Bankahrunið á Íslandi|bankahrunsins á Íslandi]] sem sett voru í desember 2008. Þannig var [[Tryggvi Gunnarsson (umboðsmaður Alþingis)|Tryggva Gunnarssyni]] umboðsmanni Alþingis gert kleyft að sitja í nefndinni og ráða til sín staðgengil til þess að sinna öðrum lögbundnum verkefnum umboðsmanns.<ref>[http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008142.html 2008 nr. 142 17. desember/ Lög um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða]</ref>