7.517
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
'''Árni Þorláksson''', oftast nefndur '''Staða-Árni''' ([[1237]] – [[17. apríl]] [[1298]]) var [[biskup]] í [[Skálholt]]i frá [[1269]]. Helsta heimildin um ævi hans og störf er ''[[Árna saga biskups]]''.
Árni var sonur [[Guðmundur gríss Ámundason|Þorláks Guðmundssonar gríss]] og Halldóru Ormsdóttur. Hann var hjá [[Brandur Jónsson|Brandi Jónssyni]] meðan hann var [[ábóti]] í [[Þykkvabæjarklaustur|Þykkvabæ]]. Þegar Brandur var kosinn biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] fór Árni með honum í vígsluferðina til Noregs og komst þá í kynni við [[Magnús lagabætir|Magnús]] konung lagabæti og fór vel á með þeim síðan. Hann fór svo með Brandi til Hóla. Þá hafði hann aðeins hlotið djáknavígslu
Þegar Brandur dó eftir aðeins eitt ár á biskupsstóli vígði [[Sigvarður Þéttmarsson|Sigvarður]] Skálholtsbiskup Árna til prests og fékk honum staðarforráð á Hólum þar til [[Jörundur Þorsteinsson|Jörundur]] biskup tók við embættinu [[1267]]. Jörundur sendi Árna suður í Skálholt til halds og trausts Sigvarði biskupi, sem orðinn var aldraður, og þegar Sigvarður dó [[1268]] var Árni kosinn biskup og vígður í [[Niðarós]]i 1269, rúmlega þrítugur að aldri.
==Kristniréttur Árna==▼
Árni setti nýjan [[Kristniréttur|kristnirétt]] [[1275]] sem við hann er kenndur þar sem hann krafðist yfirráða kirkjunnar yfir kirkjustöðum ([[staðamál síðari]]). Stóðu miklar deilur um þau mál næstu árin, sem lauk með því að ákveðið var að biskup skyldi hafa yfirráð yfir þeim stöðum sem kirkjan ætti hálfa eða meira.▼
Hann gegndi embættinu í nærri 30 ár og andaðist í Björgvin. Árni var mikil skörungur í kirkjustjórn og gjörbreytti mörgu þar en hann var ekki fjáraflamaður að sama skapi og auðgaði ekki stólinn að jörðum á sama hátt og Jörundur biskup Hólastól.
▲Árni setti nýjan [[Kristniréttur|kristnirétt]] [[1275]] sem við hann er kenndur
Helsti stuðningsmaður Árna í baráttunni við höfðingjaveldið var [[Runólfur Sigmundsson]] [[ábóti]] í [[Þykkvabæjarklaustur|Þykkvabæjarklaustri]] en þeir höfðu báðir verið nemendur Brands Jónssonar í klaustrinu. Harðasti andstæðingur biskups var aftur á móti [[Hrafn Oddsson]] hirðstjóri en hann lést [[1289]]. Þá tók [[Þorvarður Þórarinsson]] við en var Árna biskupi ekki jafnerfiður viðfangs og Hrafn hafði verið og fór svo að málum var skotið í dóm konungs.
{{Töflubyrjun}}
}}
{{Töfluendir}}
{{fd|1237|1298}}
|
breytingar